Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.09.1916, Blaðsíða 6
70 UNGA ÍSLAND virl hann fyrir sór, en sagði svo: »Mér líst vel á þig«, og hann gekk til Brands. »Mér lísl vel á þig, eg ælla að kalla þig Rauðkoll vegna háralitsins. Hefiðu nokkuð á móti því að eg kalli þig það?« Það voru þessir eiginleikar drengs- ins, sem komu mönnum oft í vand- ræði. Hann hafði það til, að stara lengi á ókunnuga menn og gefa þeim svo auknefni umsvifalaust, og það var þá svo sem auðvitað að nafnið varð viðloða — en enginn gat fengið hann ofan af þessum vana. Ef Villi Vinkí veilli manni ein- hverjum sérstaka athygli, þá var sá maður öfundaður af öllum, því að Villi Vinkí var eftirlæti allra. Þó var hann ekki beint fríður. Hann var freknóttur í andliti og búlduleilur og fótleggirnir á honum voru oflast risp- aðir, og hann hafði lieimtað, að gul- hjarla hárið, sem áður féll á lierðar niður, væri klipt af eins og á full- orðnu hermönnunum. — »Eg vil liafa snoðkoll eins og Tómas undirforingi«, sagði hann, og svo varð það að vera þó að móður hans væri það þvert um geð. Þrem vikum eftir að Villi Vinkí lcomst í vináltu við Rauðkoll, komst hann að einu furðulegu atviki, sem var alveg ofvaxið skilningi hans. Þeir voru orðnir meslu vinir og Rauð- kollur lofaði honum að bera stóra sverðið silt, sem var reyndar eins langt og Villi Vinkí sjálfur. Hann liafði líka lofað að gefa honum dá- lílinn roltuhund1), og svo lofaði hann honum all af að liorfa á þá dýrðlegu athöfn þegar hann rakaði sig. Nei, meira að segja, hann sagði að Villi Vinkí, mundi eignast með tímanum bauk með gljáandi hnífum, sápu- bauk úr silfri og skeggbursta með silfur handfangi. Og í augum Villa var enginn, að undanteknum föður hans, eins göfugur og mikill maður og Rauðkollur með stóru heiðurspeningana á brjóstinu. Hvernig gat þá staðið á því, að Rauðkollur liefði þann kveifarlega veikleika, að kyssa — að vera að k}fssa fullorðna stúlku, hana ungfrú Aldísi. Þetta hafði hann séð einn morguninn á útreið, en svo mikið snyrtimenni var hann að hann sneri strax við og sagði fylgdarmanni sínum að snúa aftur, svo að hann sæi það ekki líka. Hann var vanur að trúa föður sínum fyrir öllum vandamálum, en hann fann ósjálfrátt, að þessu var þannig varið, að hann varð fyrst að trúa Rauðkoll sjálfum fyrir þvi. Svo var það einn morgun snemma, að hann slóð fyrir útan hús Rauðkolls og kallaði: »Rauðkollur! eg vil fá að tala við þig«. »Komdu inn, stúfurinn«, sagði Rauðkollur, er sat að morgun- verði með hundum sinum. »Hvaða skömm liefirðu nú gert af þér?« Villi Vinkí hafði enga verulega skömm gert af sér í 3 daga, og það var sá lengsli tími, sem hann liafði gelað setið á slrák sínum. »Eg hef ekkerl ill gert af mér«, sagði hann og hnipr- aði sig saman á stól. Hann huldi freknótta nefið í tebollanum og skaul augunum út undan brúninni og sagði: »Heyrðu, Rauðkollur, er það sæmi- legt, að kyssa fullorðnar slúlkur«. »Hvað þá! Þú ætlar að byrja snemma. Hver er það, sem þig langar til að kyssa?« »Engin«, sagði Villi Vinkí. »Hún mamma mundi einlægt vera að kyssa mig, ef eg ekki hindraði það. En, ef það er nú ekki rélt, því varst þú þá að kyssa liana Aldísi — fullorðna stúlku! — í gærmorgun niðri við skurðinn«. Rauðkollur hniklaði brýrnar. Hann og Aldís höíðu lagt kapp á, að halda leyndri trúlofun sinni i hálfan mánuð. — í) Mjög líiið hundakyn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.