Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 3
UNGA ISLAND. 75 blikinu, þegar varir Midasar snertu enni Gullbrár. Inndæla blómlega and- litið, sem liafði verið svo fult ástúðar, það var nú orðið gul-gljáandi, með gul tárin storknuð á kinnunum. Hár- lokkarnir höfðu fengið sama litinn. Litli mjúki og liðugi kroppurinn varð harður og ósveigjanlegur í faðmi föð- ur hennar. Þvilík ógurleg hörmung. Þarna stóð hún, litla fórnarlambið ágirndarinnar óseðjandi. Hún var ekki lengur lif- andi barn, hún var líkneskja úr gulli. Þarna stóð hún með ástríku spyrj- andi augnaráði. Angist og meðaumkun höfðu harnað í andlitinu. Það var hin fegursta og ógurlegasta sjón, sem dauðlegl auga heíir litið. Þarna var óbreyttur svipur Gullbrár með öllum einkennum; jafnvel litla péturssporið hélt sér í gyltu hökunni. Því átakan- legri, sem líkingin var, því hörmu- legri var angist föðurins, þar sem hann starði á gull-líkneskjuna. Hún var nú það eina sem hann átti í stað dóttur sinnar. Það hafði verið uppá- halds orðtak Midasar, þegar hann var sem hrifnastur af dóttur sinni, að hún væri verð jafnvægis síns .af gulli. Nú hafði þetta komið fram bókstaf- lega. Nú sá hann það Ioks um seinan, að lilýja viðkvæma hjartað, sem hafði elskað hann, var óendanlega mikið meira virði, en all það gull, sem hægt er að lilaða upp milli himins og jarðar. Það yrði of sorgleg saga, ef reynt yrði að lýsa Midasi í ofurmegni sorg- arinnar, hann gat hvorki þolað að horfa á Gullbrá, eða líta af henni. Hann trúði ekki, að hún gæti verið orðin að gulli, þegar hann horfði ekki á hana, en svo gægðist hann aftur með hálfum huga. Þarna stóð hún litla dýrðlega myndin, með gul tárin á gulum kinnunum. Augnaráðið var svo fult af ástúð og meðauinkun, að það virtist eins og það mundi þá og þegar bræða gullið og breyta því aftur í mannlegt hold. En þetta gat auðvitað ekki átt sér stað. Það eina, sem Midas gat gert, var að naga sig í handarbökin og óska, að hann væri snauðastur allra manna, og gæti keypt fyrir alt gullið sitt svolítinn roða í kinnarnar á ást- kæra barninu sínu. — Þegar Midas engdist þarna í lijarta- sorg sinni, þá stóð alt í einu ókunnur maður við dyrnar. Midas beygði höf- uðið þegjandi, því að hann þekti aftur gestinn frá deginúm á undan. Bros Iék enn um andlit hans, og slóð birta af um alt herbergið, svo að glóði af Gullbrá og öðru því er Midas hafði breytt í gull. »Jæja Midas vinur«, sagði gestur- inn, »hvernig líkar þér við nýja eig- inleikann þinn?« Midas hristi höfuðið. »Eg er mjög óhamingjusamur«, sagði hann. »Getur það verið. Hvernig stendur á því. Heíi eg ekki efnt loforð mitt dyggilega. Hefur þú ekki alt, sem hjarta þitt þráir?« »Gullið er ekki einhlítt. Og eg hefi mist það, sem eg unni mesl«. »Svo þú hefir gert nj'ja uppgötvun síðan í gær«, sagði gesturinn. »Lát- uin okkur sjá. Hvort heldur þú að sé meira virði guilgerðar-hæfileikinn eða glas af vatni?« »Ó, blessað vatnið«, sagði Midas, »aldrei framar kælir það sviðna tungu mina«. »Gullgerðar-hæfileikinn eða brauð- molinn?«, sagði gesturinn. »Ó, biti af brauði er meira verður en alt gull heimsins«. »Gullgerðar-hæfileikinn eða Gullbrá dóttir þín, eins og hún var fyrir klukkutíma heit og mjúk og full af ást til þín?« sagði gesturinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.