Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 6
78 UNGA ÍSLAND viku fóður handa öllum hestunum. Skyndileg og hörð var hegningin — heiðursmerkið tekið af honum — og það sem verra var — hann var lok- aður inni. Hann mátti reyndar vera hvar sem hann vildi í húsinu og líka uppi á veggsvölunum, það er að segja meðan hann sá ekki föður sinn ná- lægt. Honum leið illa í þessum kring- umstæðum og hann grét lengi fyrst. Rauðkollur kom um kvöldið til að hugga hann. »Eg er hegningarfangi«, sagði Villi hryggur, »og má víst ekki lala við þig«. Snemma næsta morgun klifraði hann upp á þakið á húsinu. — Það var þó ekki bannað — og sá Aldísi ríðandi álengdar. »Hvað ertu að fara?« kallaði Villi. »Yfir árfarveginn« sagði Aldís og þeysti fram hjá. Stöðv- ar 195. hersveitarinnar voru takmark- aðar á annan veginn af þessari á, sem á veturna þornaði upp, svo hægt var að ganga þurrum fótum yfir. En frá því Villi mundi eftir, liafði hon- um verið stranglega bannað að fara yfir — og hann Rauðkollur. — Þessi nærri þvi almátlugi Rauðkollur hafði jafnvel aldrei stigið fæti sínum hinu- megin árinnar. Villi hafði líka lesið i stórri blárri bók um álfinn og kóngs- dótturina, inestu undra sögu, þar sem álfarnir voru altaf að hrekkja börn- in, þangað lil þeir gerðu þau seinast að álfum og tældu svo kóngsdóttur- ina í þokkabót. Jafnan síðan liafði hann haldið að álfarnir væru liinu megin við ána, undir svörtu og rauðu hæðunum þar, og allir höfðu lika sagt honum, að þar bjTggju vondu mennirnir. Jafnvel í húsi föður lians var límdur blár pappír á neðstu rúð- urnar, til þess að vondu mennirnir gætu ekki miðað byssunum sínum beint í höfuðið á neinum inn i gegn um gluggana. Og þarna var nú hún Aldís eign Rauðkolls, að þjóta út í bannaða ófæru. Og hvað ætli Rauð- kollur segði nú, ef eitlhvert óhapp kæmi fyrir. Ef þeir nú færu burt með hana eins og kóngsdótturina. Heima var alt hljótt. Villi fór að hugsa um, hvað það stundum gat komið sér illa, að loka menn inni, þó það væri ekki nema litlir drengir — og svo um reiði föður síns — og svo — og svo stökk hann niður i garðinn — braust úr fangelsinu og það var stæðsti glæpur, sem hann gat hugsað sér — því hann vissi vel, að hann átti skilið, að vera lokaður inni. Sólin var nýkomin upp — og skugg- inn hans gerði langa svarla rák í garðinum — þar sem hann gekk að hesthúsinu til að ná í hestinn sinn. Alt var svo hljótl — honum fanst eins og öll náttúran hefði verið beðin að stansa við, til að horfa á stroku- manninn. Hestahirðirinn fekk honum hestinn — og Villi sagði, að hann ætlaði lil Rauðkolls og reið á stað á hægu brokki fram á blómum vafða bakka árinnar. Svo sneri hann upp á veginn og reið all hvað af tók fram með árfarveginum. En smá-hesturinn hans hafði ekki mikið að segja á móti stóra gæðingnum hennar Aldísar, enda var hún langt á undan og var komin fram lijá hermannaskálanum áður en hermennirnir komu á fætur, og var komin langt fram á grá- mórauðan árfarveginn, þegar Villi var að fara fram hjá seinustu bústöðum hermannanna á Breska Indlandi. — Hann lá altaf fram á makkann og þeysti eins og hesturinn gat hlaupið — áfram — áfram — og sá Aldísi i fjarska komna langt yfir á steinótta slétluna hinumegin. Það var svo augljóst hvað hún var að gera. Rauðkollur hafði nefnilega sagt henni kvöldinu áður, að hún mætti ekki liætta sér yfir í löndin

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.