Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.10.1916, Blaðsíða 8
80 UNGA ÍSLAND að afa, hefir maður ráð á, að horga vel fyrir eina pönnuköku«. »Dæmalaust! Það hefði eg átt að vita«, sagði konan, »þá skyldirðu hafa fengið hníf og gaifal til að borða pönnukökuna með«. Týnda brúðan. Einu sinni, þegar Viktoría Englands drotning dvaldi í Skotlandi, fekk hún bréf frá lítilli stúlku. Bréfið hljóðaði þannig: »Kæra frú drotning«, og litli bréfritarinn sagði henni svo frá því, að brúðan hennar hefði dottið ofan í holu á fjalli einu þar nálægt, og eftir ællun hennar dottið »gegn um jörðina«. Af þvi hún hafði heyrt, að drotn- ingin ætti land hinum megin ájörðinni, bað hún hana, góðu drotningu, að gefa skipun, að þeir, sem þar byggju, sendu hana aftur«. Pegar búið var að rannsaka, að bréfið var skrifað í fullri alvöru, sendi drotningin litlu stúlkunni njTja brúðu. Skrítlur. »Sigurður segist lifa alveg fyrir lisl sína«. »Já, að minsta kosti lifir hann ekki af henni«. »Hvað er fjármálamaður, pabbi?« »t*að er sá maður, sonur minn, sem tekur lán og lætur lánveitanda borga renturnar«. Drengur gekk inn í mjög skraul- lega búð, lagði hálsbindi á borðið og sagði: »Eg keypti þetta í fyrradag og eg vil skila því aftur«. »En það hefir verið brúkað«. »Já, eg brúkaði það í gær. Eg var að biðja mér stúlku og hún neitaði mér, og það er einmitt þess vegna, að eg skila því«. »Fer þú á sunnudagaskóla á hverj- um sunnudegi, drengur minn?« »Já, alt af; ef eg geri það ekki, þá lofar pabbi mér ekki á Bió«. Myndagátu. Ráð nin gar á gátunum í 7. tbl. U. fsl. Myndag.: Kári. Loki. 1. Fossinn. 2. (Stafat.). 1. svar, 2. vara, 3. Aron, 4. rani. Þeir, sem ekki fá Unga ísland með góðum skilum, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðsluna vita sem allra fyrst. Blaðið er ætíð sent reglulega með póstum, svo þess vegna ættu kaup- endur að fá það með bestu skilum. Útgefendur: Steingr. Arason. Jörnndnr Brynjólfsson Prentamiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.