Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 2
82 UNGA. ÍSLAND en að vera vel búin út í slíkar lang- ferðir. Vegagerð er svo sem engin í Iand- inu og árnar ekki brúaðar annan veg en svo, að stórt tré er lagt yfir og ganga menn svo eftir trénu, eins og sést á myndinni. Flutningana annast Blámenn og er dugnaði þeirra og trúmensku við brugðið. IV. St. Kilda beitir litil ey fyrir veslur- urströnd Skotlands. Liggur hún nær fimmtán vikur sjávar undan landi. Hún er sæbrött, grýtt og hrjóstrug, fuglabjörg víða með sjó. Eyjarskeggj- ar eru um 80 talsins og búa í sextán smábæjum. Um "hásumarið koma þangað skip tvisvar eða þrisvar sinn- um og flytja póst til eyjarskeggja, en annan tíma árs hafa þeir engin skifti við land, nema þegar síldarskip frá Aberdeen (lítilli borg á Skotlandi) koma þangað einstaka sinnum. Eyjarskeggjar koma pósti frá sér á eigin spýtur með líkum hætti, sem fyrr var á drepið, að Vestmannaeyja- búar hefði gert til skamms tíma. — Þeir setja bréfin og burðareyri í sterkan blikkbauk, binda við hann belg eða byðu úr sauðskinni og festa við bréfspjald, sem á er skorið: y>St. Kilda-póstur. Opnið!«. Þessu er svo varpað út i sjó, þegar vindur stend- ur af eynni á land. í bráðum norð- vestan görðum berst póstflutningur- inn að landi á tveim sólarhringum, en oft eru bréfin meira eða minna skemd af sævardrifi. En skilvíslega er bréfunum ráðstafað þegar þau finnast. Það er uppi fótur og fit í eynni þegar skip ber þar að landi. »Póst- meistarinn« er önnum kafinn í kytru sinni svo sem eina klukkustund að taka við biéfum eyjarskeggja, lima á þau frimerkin og setja á þau póst- stimpilinn. Þykir mörgum varið í að eiga frímerki með póslstimpli »St. Kilda«, sakir þess, hve þau eru fágæt. B. S. Gullna snertingin. Eftir Haw Thorne. Frh. ------ »En! En! púff! púff«, sagði Midas konungur og saup hveljur í valninu; »þetta er sannarlega hressandi; eg held að þetta óeðli hafi hlotið að skolast af mér. En nú verð eg að fylla könnuna«. En hvað það hoppaði í honum hjartað, þegar hann sökti henni i vatnið og sá að hún breyttisl úr gulli og varð að sömu góðu og heiðarlegu leirkrukkunni, sem hún hafði verið áður, en hann hafði snert hana. Hann fann lika breytingu innan i sjálfum sér. Einhver kuldi og harka og þungi virtist hafa gengið út af honum. Það var víst enginn vafi á því, að sell- urnar í hjartanu hans höfðu smá- saman verið að missa alt mannlegt eðli og breytast í skynlausan málm; en nú höfðu þær mýkst aftur og orðið að mannlegu holdi. Midas sá fjólu á lækjarbakkanum. Hann rétti út hendina og kom við hana. Hann réð sér ekki fyrir gleði, þegar hann sá, að hún hafði ekki gulnað upp, heldur hélt fagurbláa litnum sínum óbreyttum. Það var auðséð, að gullgerðareðlið hafði yfir- gefið hann. Midas flýtti sér heim að höllinni. Eg býst við, að þjónarnir hafi orðið forviða, þegar þeir sáu sjálfan kon- unginn rogast heim með stóra könnu fulla af vatni og gæta þess vandlega, að missa ekki dropa niður. En þelta vatn átti að þvo burtu afleiðingarnar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.