Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 3
tlNGA ÍSLAND. 83 af heimsku hans, og það var honutn dýrmætara en úthaf af bráðnu gulli mundi hafa verið. Það þarf naumast að taka það fram, að fyrsta verkið hans var, að taka vatn upp í lófa sinn og skvetta á Gullbrá litlu. Ekki hafði. vatnið fyr snert hana, en rósirnar fóru að gægjast út í kinn- arnar, það var sannarlega gaman að sjá það. Svo fór hún að hnerra og frísa! — en hvað hún varð forviða, þegar hún varð vör við, að hún var rennvot, og að faðir hennar jós yfir hana vatninu með báðum höndum. »Góði pabbi, hættu«, kallaði hún, »þú bleytir fallega kjólinn minn, sem eg fór í í morgun«. Gullbrá hafði ekki hugmynd um, að hún hafði verið dálítil gull-líkneskja. Hún mundi ekki eftir neinu síðan hún þaut af stað með útbreiddan faðminn, til að hugga vesalings pabba sinn. Föður hennar fanst það ekki nauð- synlegt, að segja barninu sínu ást- kæra hve heimskur hann hafði verið; hann lét sér nægja, að sýna hve miklu vitrari hann var nú orðinn. í þeim tilgangi leiddi hann Gullbrá litlu inn í garðinn; hann skvetti því sem eftir var í könnunni yfír blómin, og það með svo góðum árangri, að nálægt 5000 rósir vöknuðn þar til lífsins. Tvent var það, sem varð til að minna Midas konung á þessa alburði, sem hér hafa verið sagðir. Annað var það, að sandurinn í 'ækjarbotninum glitraði eins og gull, en hitt, að hárið á Gullbrá hafði jafnan gyltan litblæ, sem hann hafði aldrei tekið eflir áður en kossinn hans hafði ummyndað hana. Þegar Midas konungur var orðinn fjörgamall, þá sat hann oft undir börnunum hennar Gullbrár, og sagði þeim þessa sögu, mjög líkt því sem eg hefi sagt ykkur hana. Hann strauk á þeim glókollana og sagði, að þeir væru gyltir líka, það hefðu þau erft frá móður sinni. Midas hampaði börnunum á kné sínu og sagði: »Elsku börnin mín, sannast að segja hefi eg alt af síðan haft sárustu andstygð á öllu gulli nema bara þessu. Þessi saga er tekin upp úr »Undra- bókinnk (The Wonder-Book). Hún er á- litin ein af bestu verkunum, sem liggja eftir góöskáldið Nathanil Hawthorne. ( henni er goðafræði (mythologi) Grikkja snúið í inndælustu æfintýri, sem nautn er að les'a tyrir menn á öllum aldri. Hawthorne er álitinn með bestu rithöf- undum Ameríku. Undrabókina ritaði hann um miðja 19. öld. Hefir hún verið og er notuð fyrir kenslubók í unglingaskólum viða um hinn ensku-mælandi heim. Villi ^inUí. Eftir R. Kipling. (B. Á. þýddi lauslega). Sagan gerist á Indlandi. (Frh.). Grátstafir voru í seinustu orðunum, en það herli á Villa með að bera sig karlmannlega, hann hafði lika þá skoðun, að það væri jafnan kveifar- legt að gráta. »Villi«, sagði Aldís, »þegar þú ert búinn að hvíla þig dálítið, þá ríddu heim og segðu þeim að koma með tæki, til að flytja mig heim. Eg hef meitt mig hræðilega!« Drengurinn sat þegjandi um stund, og Aldís lokaði augunum og fölnaði af sársaukanum. Hún rankaði við sér við það, að Villi var að binda upp tauminn á hestinum sínum. Gaf hon- um því næst þétt högg með svipunni og hann hljóp á harða stökki til baka að heimastöðvunum. — »Æ, Villi 1« sagði Aldís, »hvað ertu að gera?« —

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.