Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.11.1916, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 85 Landskjörnir alþingismenn. Hannes Hafstein. Siguröur Eggerz. Guðjón Guðlaugsson. Hjðrtur Snorrason. Fimta dag ágústmánaðar fór fram kosning sex landkjörinna þingmanna, sem nefndir eru, og sitja eiga á Al- þingi í stað konungkjörinna þingmanna, sem áður voru. Var breyting gerð á þessu í stjórnarskránni, sem öðlaðisl gildi í fyrra. Við landkjörið er alt landið eitt kjördæmi. Kosning fer fram i hverjum hreppi. Er kosið leynilega á miðum; síðan eru mið- arnir af öllu landinu sendir til Reykja- víkur og þar talið, hvernig atkvæði hafa l'allið. Hér kemur mynd af þeim sex þing- mönnum, sem kosning hlutu við land- kjörið í sumar. Hanncs Hafstein bankastjóri erhálf- sextugur að aldri. Þingmaður varð hann fyrst 1901. Varð fyrstur ráð- herra á íslandi 1904, en fór frá völd- um 1909, er hann varð í minni hluta á Alþingi. Tók aftur við ráð- Guðm. Björnson. Sigurður Jónsson. herrastörfum 1912 en lét af þeim 1914, er hann varð aftur í minni- hluta við kosningarnar. Hann var kosinn af Heimastjórnarflokknum. Sigurður Eggerz sýslumaður er rúmlega fertugur að aldri. Kosinn fyrst til þings 1911. Varð ráð- herra 1914, en beiddist lausnar sakir mótstöðu konungsvaldsins gegn kröfum Alþingis í sambandi við sljórnarskrárbreytinguna. Sig- urður var kosinn af Sjálfstæðisfl. Guðm. Björnson landlæknir var íyrst kosinn á þing i Reykjavik 1905, en féll við kosning 1908. Síðast var hann konungkjörinn. Hann er rúmt fim- lugur að aldri. Telst til Heimastj.fl. Sigurður Jónsson bóndi á Ysta-Felli í Kinn, er vel hálfsjötugur að aldri. Hann hefir ekki setið á Alþingi, en þaulvanur afskifum almennings-mála í héraði. Flokkur óháðra bænda kaus hann til þings. Guðjón Guðlaugsson kaupfélagsstjóri í Hólmavík var fyrst kjörinn á þing 1893. Féll við kosningar 1908 og 1914. Hann er tæpt sextugur að aldri. Fyllir flokk Heimastjórnarmanna. Hjörtur Snorrason bóndi í Arnar- holti í Stafholtstungum var fyrst kos- inn til þings í Borgarfirði 1914. Hann var um hríð forstöðumaður búnaðar- skólans á Hvanneyri. Hann er Sjálf- stæðismaður. B. S.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.