Unga Ísland - 01.11.1916, Side 7

Unga Ísland - 01.11.1916, Side 7
UNGA lSLAND 87 Apar. Apar eru þau dj7r, er líkjast mönn- um mest. Ueir greinast i margar leg- undir og ein þeirra eru hinir svo- nefndu »Marketlir«. JÞeir eiga heima í Suðurálfu heims. Heiti þeirra er upphaflega dregið af indverska orð- inu »Marcata«. Það er nafn á apa- tegund þar í landi, sem er þeim ná- skyld; en heiti þeirra á ekkert skylt við sjó eða ketti. Aðsetursstaðir eða átthagar apa þessara eru hinir miklu frumskógar Suðurálfunnnar. Eru þeir oft skamt frá mannabygðum og helst þar sem votlent er. Markettir eru mjög félagslyndir og hafast við í stórhópum. Fyrir hverj- um hóp ræður stærsti og sterkasti karlapinn. Hann er einskonar ein- valdskonungur. Honum verða allir að hlýða, að öðrum kosti fá þeir að lcenna á refsivendi laganna, það er að segja lönnum hans og klóm. Það er skemtileg sjón, segja þeir sem séð hafa, að mæla slíkum apahóp í skóg- unum. Þá má sjá fjör og kæti og heyra óp og óhljóð, því að þeir eru »gleðimenn miklir«. Þeir gera þá ýmist að fljúgast á, bita hvern ann- annan og klóra eða sættast fullum sátlum. Þess á milli klifra þeir og hlaupa, rupla og ræna og gretta sig og temja sjer allskonar apaíþróttir, og þær eru margbrotnar. Markettir eru mjög kænir og verða því nær al- drei ráðþrola, hvað sem á dynur. Þeir eru jafnan fljótir lil að gripa hverl tækifæri sem gefst, til þess að fá sér fylli sína og komast undan óvinum sínum. Þeir halda sjaldnast kyrru fyrir lil lengdar, lifa mjög starfsömu lífi, en hafa þó aldrei bús- áhyggjur neinar. Takmarkalaus ljett- úð og skopleg alvara er þeim mjög eiginleg og kemur fram í öllu því sem þeir hafast að. Þeir láta sér fált fyrir brjósti brenna, er i krappan kemur og fált er örugt fyrir þeim, sem þeir ágirnast; en það er helst korntegundir og annað sælgæti, því óhætt er að segja, að þeir hafa mag- an fyrir sinn guð; og hugmynd þeirra um eignarréttinn er vist harla ábóta- vant. Stundum fara þeir í stórhópum til rána. Taka þeir þá einskonar strandhögg í ökrum bænda og láta greipar sópa. Þýski dýrafræðingurinn alkunni Alfred Brehm segir svo frá: »Það er skemtileg sjón að sjá Marketti leggja af stað í ránsför. Fyrirliðinn er æfinlega gamall og reyndur fjölskyldufaðir. Þegar hann hefur gefið merki, leggur öll hersing- in af stað á eftir honum, áleiðis til maisakranna. Þeir kvenapar eða ap- ynjur, sem hvolpa hafa, bera þá undir kviðnum, og krækja þeir róf- unni vanalega utan um rófu móður sinnar. Fyrst í stað fer ílokkurinn hægt og gætilega, því ílas er ekki til fagnaðar. Leggur hann helst leið sína þar sem hægt er að stökkva af einni grein á aðra. Foringinn fer æfinlega fyrstur. Hinir feta dyggilega i fótspor hans, liver á eftir öðrum. Þeir fara ekki að eins á sama tréð og hann, heldur og á sömu greinina, sem hann sleig á. Öðru hvoru klifrar fyrirlið- inn upp í hæstu viðarloppana, lil þess að vila hvort nokkur hætta sé á ferðum. Verði hann einskis var, gefur hann þegnum sínum það lil kynna með lágu rymjandi hljóði. Hali hann aftur á móli komist á snoðir um að einhver hætta sé á ferðum, varar hann þá við og er þá jafnan mikill asi á honum. Þá er hópurinn kemur í nánd við akur þann, er hann hefur ásett sér að ræna, fer hann niður úr trjánum og hraðar sér sem mest hann má. Og þá er þeir eru komnir inn í sjálfan

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.