Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 2
ðO tlNGA tSLAND Hve þung er oft á hans baki byrði og brautin torsótt og erfilt skeið, — en aldrei getur þeim góða hirði á göngu fatast in rétta leið. Sjá. heilög alvara’ i augum Ijómar, er að sér vefnr hann tijndan sauð, — og rödd hans fögur og ástmild ómar til einstœðingsins í þyngslu nauð. * * * * * * * * ¥ Hve björt og heiðrík þin œvin yrði, — það auðnastþér efþú sjálfur vilt,— ef götn Ijóssins þeim góða hirði þú gœlir, barn mitt, til dauðans fglgt. Og jólakvöldið þú heilagt lieldur, ef heit þú strengir, því marki’ að ná og þakkir hirðinum góða geldur; sem gegmir lömbin sin ung og smá. Guðm. Guðmundsson. a Jól. Af því myrkrið undan snýr ofar færist sól, þvi eru lieilög lialdin hverri skepnu jól. Gr. Th. Jólin, ljósanna hátíð, eru nú enn á ný í vændum. Börnin eru enn einu sinni farin að telja dagana til jóla og fullorðna fólkið tekur þátt í ó- þreyju barnanna. Því allir þeir sem fullorðnir eru orðnir, og löngu komn- ir af bernskuskeiði, eiga vonandi margar bjartar og hlýjar endurminn- ingar, sem tengdar eru við jólin — jólin þegar þeir voru börn. Sá mað- ur er í sannleika fátækur, sem eigi geymir einhverjar slíkar jólaendur- minningar í huga sínum. Jólin eru elst allra liálíða. Pað er talað um jól í allra elslu frásögnun- um, sem vér höfum af heiðnum for- feðrum vorum, fyrir mörgum, mörg- um öldum. Skáldið okkar góða, segir í erindinu, sem stendur yfir þessari litlu grein, frá því, hversvegna for- feður vorir héldu jólin heilög. Pekk- ing þeirra á náttúruviðburðunum náði mjög skamt. Þeir vissu eigi hvernig á því stendur að árið skiftist í bjart- ar og dimmar árstíðir, en það vita flestöll skólabörn nú á tímum. En þeim þólti eins og okkur, vænt um sumarið, vegna þess að það var lilýtt og bjart. þá gálu þeir lifað sinu frjálsa lífi, farið í víkingaferðir og aflað sér fjár og frama. En að sumr- inu liðnu, tók við dimmur vetur. Þá urðu þeir að halda kyrru fyrir og gátu lítið aðhafst. þeir tóku eftir því, að hver dagurinn varð öðrum styttri, en nóttin lengdist, og að lokum ótt- uðust þeir að myrkrið mundi verða ljósinu yfirsterkara. En Ijósið vildi eigi víkja fyrir myrkrinu, og þess vegna trúðu þeir því að öfl Ijóssins, góðu öflin, legðu til orustu við öfl myrkursins, vondu öflin, og berðust við þau um völdin yfir jörðinni. Þeir biðu úrslitanna með óþreyju, og þeg- ar þeir sáu að sólin fór aftur að liækka á lofti, daginn að lengja en nóttin slyttist og myrkrið flýði, skildu þeir það að baráttunni hafði lokið með sigri Ijóssins yfir myrkrinu, og til þess að láta í ljósi fögnuð sinn yfir, að eiga enn á ný bjart sumar í vændum, héldu þeir jólin heilög. Há- tíð þessa kölluðu þeir jólablót eða jólasumbl. Þá þáðu þeir heimboð hver af öðrum og sátu að veislum dögurn saman. Var þá oft gleði og háreysti í höllunum; en fræknustu kapparnir notuðu tækifærið til þess að »slíga á stokk og strengja heit«, að vinna eitthvert afreksverk fyrir næslu jól. Svona héldu forfeður vorir jólin sín. Þeir héldu þau í minningu um sigur Ijóssins yfir myrkrinu; til þess að fagna sigri hins góða yfir hinu illa. Jólin voru þess vegna hjá

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.