Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 7
UNGA tSLAND 95 Engillinn. Eftir II. C: Andevsen. »í hvert skifti, sem gott barn deyr, kemur engill frá Guði niður á jörð- ina, tekur dauða barnið sér í faðm, breiðir út liina stóru hvílu vængi sína og flýgur á alla þá staði, sem barninu þótti vænt um í lifanda lífi; hann týnir nokkur blóui og ber þau, ásamt barninu, upp til guðs, til þess þau blómgist en þá fegur en bér á jörðinni. Guð inn algóði þrýstir öll- um blómunum upp að lijarta sínu, en það blórnið, sem honum þykir vænst um, kyssir hann, og þá fær það rödd og syngur með í hinni miklu sælu«. Alt þetta var einn af englum guðs að segja dauðu barni, sem liann var að fljúga með upp til hirnins, og barnið hlustaði á eins og i draumi. Hann flaug með það yfir þá staði á heimili barnsins, þar sem það liafði leikið sér, og hann flaug með það gegnum yndislega blómvaxna aldin- garða. »Hvaða blóm eigum við nú að taka með okkur lil að gróðursetja á himnum?« sagði engillinn. Og þar stóð hátt og fagurt rósatré, en einhver vond liönd liafði brotið stofn þess, svo að allar greinarnar, sem voru fullar af hálfútsprotnum hnöppum, héngu niður visnar og dauðar. »VesIings trél« sagði barnið, »taktu það, svo það geti blómgast í himn- inum hjá Guði«. Engillinn tók rósatréð og kysti barnið, en það opnaði augun ofurlít- ið við kossinn. Engillinn og barnið tóku nú nokkur af litprúðustu skraut- blómunum, en líka sum af þeim sem eru óásjáleg fyrir manna augum og að engu metin. »Nú höfum við þá fengið okkur blóm«, sagði barnið og engillinn brosti við, en samt fór bann ekki enn með barnið upp til guðs. Þetla var um nótt og var kyrð yfir öllu. Engillinn flaug með barnið inn í þröngva gölu í stórri borg, þar voru brúgur af hálmi, ösku og alls- konar rusli, sem ekki var móti von, því þelta var eftir sjálfan fardaginn, og því lágu víðsvegar brotnir diskar, kalkmolar, fataræílar og gamlir liatt- kúfar; þar var samansafn af alls- konar hlutum, sem ekki var sjónin að sjá. Og engillinn benti barninu á brotin urtapott og moldarkökk, sem hafði dottið út úr urtapottinum. í moldar- kekkinum voru rælurnar af stóru visnuðu skógarblómi og þær béldu honum saman. Blóminu hafði verið ílej'gt, þvi það var ónýtt. »Þetta blóm skulum við taka með okkur«, sagði engillinn; »eg skal segja þér nokkuð um það á leiðinni«, Siðan ílugu þeir og engillinn sagði: »Parna niðri í þrönga slrætinu, í lágum kjallara, átti heima veikur og fátækur drengur. Frá því hann var kornungur liafði hann þvi nær alt af legið rúmfastur; þegar hann var sem hressastur, gat hann slaulast á hækj- um til og frá um gólfiið í litlu kjall- arastofunni þar sem hann átti heima. Fáeina daga um hásumarið gat sólin skinið svo sem liálfa stund niður í kjallarann og þegar þá veslings dreng- urinn sat í kjallaradyrunum til að njóta sólskinsins, þá var sagt: í dag hefir liann fengið að koma út. Um skóginn og vorfegurð náttúr- unnar hafði liann enga hugmynd aðra en þá, sem hann gerði sér af því að drengur nokkur, sem stund- um heimsótti hann færði honum græna beikiviðargrein; henni lrélt hann yfir höfði sér og ímyndaði sér

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.