Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 12
100 UNGA ÍSLAND herragarðseigandanum hefði verið hún fullboðleg. Jóladagsmorguninn ætlaði beininga- maðurinn að taka pokann sinn og halda af stað, en við það var ekki komandi. Herragarðseigandinn hafði slátrað vænsta bolanum, sem hann átti, og beiningamaðurinn átti að neyta hans með þeim. Bolinn var vaénn og entist fram undir Kyndil- messu, þá loks lagði beiningamaður- inn af stað. Bæði hjónin fylgdu honum út að hliðinu. Loks kom hin langþráða stund. »Mér dettur nokkuð í hug«, mælti beiningamaðurinn. »Nautið, sem við borðuðum, hefir vist haft horn«. »Já«, mælti bóndi. »Segðu þrjú«, hvíslaði konan að bóndanum. »Jú, han'n hafði reyndar þrjú horn. Það var ákaflega undarlegt, og við slátruðum honum líka mikið vegna þess«, mælti bóndinn. »Það er nú að vísu ekki sennilegt, en þið skuluð fá þrjár óskir«, mælti ferðamaðurinn. Herragarðseigandinn fór inn i hest- hús til þess að hugsa í næði um, hvers hann ætti að óska sér. En konan var í sjöunda himni yfir ósk- unum. Hún flaug meir en hún gekk heim. Þegar hún kom inn, greip hún litlu stúlkuna sína úr vöggunni og selti hana á hné sér og kvað: »Förulcarlinn fór af staö, fólkið kvaddi, og gott var það. O, það gekk mér alt í vil. En hvað margt er skrítið til! Sástu’ ei karlinn sitja hér, — sitja og horfa í gaupnir sér. Eg hef fátt séð innanlands eins og mikla skeggið hans. Æ, að Stella alteins sítt alskegg hefði mjallahvítt!« Hún þrýsti barninu að barmi sér og athugaði alls ekkert, hvað hún sagði. í þessum svifum kom bóndinn inn. »Það er engin ró í hesthúsinu; eg ætla heldur að vera hérna og hugsa mig um«, sagði liann; lengra komst hann ekki, því þá veitti hann því eftirtekt, að litla stelpan hafði hvítt skegg, sem náði henni niður á hné. »Ósköp eru að sjá barnið«, mælti hann og sló á lærið af undrun. »En hvað við erum óhamingju- söm!« æpti konan og var nærri búin að missa barnið. »Eg athugaði ekk- ert, hvað eg sagði áðan; eg var svo glöð, og svo íleipraði eg þessu út úr mér«. »Nú, þú liefir þá skreytt litlu stúlk- una okkar svona«, mælti bóndi. »Hvað eigum við nú að taka til bragðs?« sagði konan grátandi. »Eg sat undir barninu og lék við það og þá datt mér í hug gamli beininga- maðurinn og óskin, sem við svikum út úr honum, og svo sagði eg------«. »Já, þarna sérðu, hve gott hlýst af ágirnd og ósannindum«, sagði bónd- inn i æstu skapi. »Þú færð aldrei nóg, og svo komstu mér til að segja, að nautið helði haft þrjú horn. Það hornið stæði betur fast í miðju enn- inu á þér«. Að svo mæltu þaut bónd- inn út úr stofunni og skelti hurðinni á eftir sér. Konan lét barnið í vögguna og strauk hendinni um ennið á sér. Já, hornið sat þar. Það leyndi sér ekki. Hún hljóðaði nú hálfu meir en áður og hljóp til bóndans og nauðaði í honum, þar til hann óskaði horninu í burtu, og þá höfðu þau notað allar óskirnar til verr en einskis, því litla slúlkan bar þess . merki alla æfi sér og öðrum til skapraunar. Þannig fer þeim, er sækist eftir meiru en hann er maður til.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.