Alþýðublaðið - 28.01.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1924, Blaðsíða 2
a Gengisfallið. Hvað heíir gerst? Síðasta miðvikudag dundi það yfir eins og þruma, að bank- aruir hefðu hækkað steriings- pund um io %> úr 30 kr. upp f 33. Mönnum varð bllt við, þvf að flestir höfðu talið víst, að 30 kr. verðlð væri orðið fast, og sérstaklega hafði það styrkt menn f þessari trú, að fuilyrt var, að allar útflutnlngsafurðir ársins væru seldar og það sæmi- iega vel. Samt skail á gengisfail fsienzku krónunnar. í>að, sem gerst hefir, er hvorki meira né minna en það, að kaupmáttur fslenzkra peninga hefir þorrið um h. u. b. 10%. Þdð er sama sem kaup allra þeirra, er á slfku lifa, hafi lækkað um sömu hundraðstöiu. Sá, sem átti krónu á þriðjudag, stóð uppi með níutíu aura á miðvikudag. Þessar 20 milijónir, sem talið er sparisjóðsfé almenn- ings, voru að gildi orðnar einar 18 miiijónir á miðvikudagskvöid. Tvær milljónir af þvf einu voru horfnar í vetfangi, Hvernig stendur á þessu? Menn skildu ekkert í þessu. >Vísir«, sem hefir fyrir ritstjóra mann, sem er í bankaráði, birti dálitia grein um þetta daginn eftir, en fiestir, sem hana lásu, voru jaínnær. Þar var sagt, að íslenzka krónan félii af því, að danska krónan hefði failið, og það væri í alia staði eðlilegtt. En hvers vegna það væri eðli- legt, var ekkert sagt um. Þetta var því eins og hver annar vað- ail, sem uppsprettan að var að eins eitt at tvennu, að ritstjórinn botnaði ekkert í þessu, eða hann átti að færa í kaf hina réttu or- sök, nema hvort tveggja væri. Að visu má geta þess hér, að það virðist styðja mái hans, þegar danska krónan hækkaði aftur dáiftið, iækkuðu bankarnir sterlingspundið aftur um 50 aura, svo að nýlega kostaði það kr. 32.50. En er ekki eitthvað saman við þetta? ( IÞað virðist ekki úr vegi að athuga lítið eitt atriði, sem hér ALÍ> YÐOBLABIÐ sýnist ætti að koma til greina. í Engiandi er árs árlega selt með góðum gróða mikið af fsienzkri útflutningsvöru, fiskurinn. Þeir, sem flytja hann út, eru eigendur hans svo kailaðir, útgerðarmenn og fiskkaupmenn, og f þeirra hendur fer andvirðið f enskum peningum. Með þessum pening- um verður að borga það, sem inn er flutt, og þvf verða bank- arnir að kaupa það af þessum mönnum. Hins vegar skuida þessir menn bönkunum mikið fé f isienzkutn peningum. Það er því Ijóst, að þessum mönnum er miklll hagur í þvf að geta selt þessá útlendu peninga sína sem dýrast, og það liggur mjög nærri að ætia, að þeir geti komið því við, að þeir ráðl verðinu. Menn vita, að útgerðarmenn skulda bönkunum stórfé. Að veéfi fyrir því eru elgnir þeirra. En menn vita Hka, að ef ganga ætti að þelm fyrir tregðu á greiðsíu, myndu eignirnar ekki seljast nærri fyrir skuldunum. Bankarnir myndu ,tapa. Er nú ekki hægt að hugsa sér, að út- gerðarmenn geti sýnt þeim fram á, að með þvf að kaupa hina útlendu peninga þeirra háu verði, geti þeir fyrr og hraðara grynt á skuidunum en elta? Og et bankarnir væru tregir, að þeir gætu selt utan við þá til kaup- manna enn hærra verði, og þá mistu bankarnir taumhaldið á peDÍngaviðsklftunum og fengju ekki upp f skuldiruar nema áf skornum skamtl? Er víst, að bankarnir séu svo sterkir á svell- inu, að þeir geti sett sig upp á móti svona auðveldu móti til að , fá skuldir sínar greiddar fljótt og vel með að tína saman klíp- ur úr íslenzkum krónum úr hvers manns vasa, — þegar það getur farið fram alveg mótþróalaust? Svo er annað: Er vfst, að allir peningar, sem fást fyrir útfluttar vörur, komi aftur inn í landið? Engar skýrslur sjást um þetta. Og hafa ekki >eigendurnir< fullan rétt tii að geyma fé sitt, þar sem hentugast er, í krafti hins 'ögfesta eignarréttar sfns? Er ekki treistandi að halda dá- lftið fast f þessa skildinga við íslendinga, þegar verðið á þeim fer eftir framboði og eftirspurn og ekki er líklegt, að útbnd- , Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sfmi 9 8 8. Auglýsingum só skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingavgrð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. ingar séu ginkeyptir fyrir að bjóða íslendingum mjög ógæti- lega sína peninga? Hér hefir verið kastað frsm ýmsum spurningum, sem skifta virðast máli f þessu gengisefnl, til þess að ýta undir, að úr því greiðist við umræður, og al- menningur fái Ijósari hugmynd um, hvað er að gerast, og hverj- ar séu orsakir þess. Meginefnið er þetta: Er ekki þesslegt, sem bankarnir séu komnir f sjálfheldu hjá burgeisunum, sem á þann hátt geti með gengislækkun ís- lenzkra peninga látið almenning borga fyrir sig skuldirnar, en geymt sjálfir gróðann í útlönd- um? Ur þessum spurningum þarf að fá leyst hið fyrsta til þess, að alþýða geti séð sér ráð til varn- ar við þessari vélgengu féflett- ingu og knúð þau fram. Annars er voðinn vís, — sami voðinn, sem gengið hefir yfir þau lönd Norðurálfunnar, þar sem brask- ararnir hafa getað leiklð sér að því að tæra þjóðirnar fjárhags- lega með því að koma fyrlr and- virði útfluttrar vöru f öðrum iöndum. Varla er það erfiðara hér, þar sem máttlaus stjórn er og hirðulaus almenningur, og lögin annaðhvort vantar eða er ekkl beitt. Verður bráðlega vikið að fleira í þessu máli. Nætorlæknir í nótt Guðm. Thoroddsen, Lækjargötu 8,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.