Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 10
92 UNGA ÍSLAND og,,marjas“. Síðar kom ,,vist“ og var algengust úr því. En langoftast skemmtum við okkur við bardaga. Við smíðuðum okkur sverð og spjót, en notuðum auk þess í viðlögum hverja spýtu, sem hendi var næst. Auk þess gerðum við okkur boga og örvar og gaflok. Boginn var oftast svigi, stundum hrossrif. Á vetrum gerðum við gígi og kastala úr snjó, með víggröfum í kring, og þá var barist ýmist með snjókúlum eða vopn- um. Sá var úr leiknum í bili, sem fékk kúlu eða högg þar, sem ban- vænt var talið, en kæmi það á hönd eða fót, var hann úr því einhentur eða einfættur þann leik á enda. Slíkir leikir voru jafnan úti við, og voru heldur illa séðir af foreldrum okkar, því að stundum meiddumst við dá- lítið og fengum þá illt fyrir; leynd- um við því jafnan svo sem unnt var, og aldrei man ég eftir, að við syst- kinin reiddumst hvert við annað af þeim sökum. Inni við höfðum við ann- að bardagagaman. Við klipptum úr bréfi fjölda af mönnum, jafnvel svo hundruðum skipti, og létum vera a. m. k. tvær þjóðir, dreifðum þeim um sitt landið hvorri. Löndin voru rúmin í baðstofunni eða kistur og byrður úti í skemmu, eða borð í stofu. Höfuðborg var stokkur eða askja o. s. frv. Síðan hófst ófriður, dregið lið saman, fylkt og barist, menn drepnir og særðir á ýmsa vegu á báðar hliðar. Það gerði sá, sem stjórnaði öllu saman og hafði skær- in í hendinni. Þannig var leikin heil styrjöld, eða stundum sérstakar stór- orustur, s. s. Brávallabardagi sam- kvæmt frásögn Skjöldungasögu, — Annarhvor okkar eldri bræðranna stjórnaði, en hin horfðu á, Og þótti hin besta skemmtun. Stundum efnd- um við flota mikinn af bréfskipum og skipuðum bréfmönnum, og héld- um sjóorrustu, bardagann í Hafurs- firði eða Hjörungavogi eða létum ímyndunaraflið ráða. Auk þessara manna, sem hafðir voru til að berj- ast og drepnir unnvörpum, klipptum við aðra, úr stinnari pappír og vand- aðri að allri gerð, og geymdum þá hvert í sínum stokk, og voru það uppáhaldsþjóðir okkar. Guðmundur hafði kosið sér Kartogóborgarmenn, var Hannibal þar konungur, en ég kaus Grikki, og var kóngurinn þar Leonidas. Yngri systkinin höfðu Nú- mantíumenn og Lúsitaníumenn, og eftir þessu voru nefnd húsin, sem við byggðum okkur. Þegar við uxum upp úr þessum leikum, varp Guð- mundur haug yfir sína menn og bar í hann gripi og gersemar, en ég brenndi mína, kom öskunni í lítið ker og gróf það síðan undir foss í læk, er fellur við túnið. Störf okkar gerðum við að hernaði svo sem unnt var. Þegar við vörðum túnið á vorin fyrir fénaðinum, þá vorum við land- varnarmenn, en skepnurnar víkingar. Þegar við vorum send á sumrin að afla fífu, sem gerðir voru úr kveik- ir í lýsislampana á vetrinn, þá vor- um við víkingar, sem gerðum upp- göngu á fífuhólmana og stýfðum höfuðin af fífustöngunum. — I tún- inu heima var djúp lægð og löng, sem fylltist af leysingarvatni í hlák- um á vetrinn; þá var hún sjórinn okkar, og áttum við kaupstaði við allar víkur og voga; sigldu þar skip-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.