Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 16
10 UNGA ÍSLAND Bekkjarblöð send U. í. í greininni Um skólaferðir, er birtist nýlega í Unga íslandi, var þess getið, að nú orðið værr oft horfið að því ráði að gefa út bekkjarblöð, til ágóða fyrir ferðasjóði skólanna. Þessi blaðaútgáfa skólabarnanna hefir að vísu víðtækari tilgang en einvörðungu að vera aðferð til fjársöfnunar. Henni fylgir margvís- leg vinna, sem veitir æfingu við raun- hæf störf. Að blaðaútgáfunni er unnið af lífi og sál. Nú er stílagerðin allt í einu farin að hafa tilgang,'sem er hverju barni skilj- anlegur. Ef vel á að takast til um útgáfu bekkjarblaða, verður hópurinn, sem að því stendur, að vera jafn og samstillt- ur. Hver fær sitt verkefni, og allir verða eitthvað að legga af mörkum Þó mun mestu skifta, að leiðsögn kenn- arans sé markviss og örugg. Blöðin, sem U. í. voru send nú fyrir jólin, voru hvort öðru prýðilegra að ytri frágangi. Efnið er fjölbreytt, og —<——. Hvaða æfingu veita þá þessi störf og hvers virði er sú æfing? Fyrst og fremst fæst á þann hátt mikil æfing í að skrifa, en það eitt út af fyrir sig er harla mikils virði. í öðru lagi veita þau æfingu í að.stíla, koma orðum að hugsunum sínum, en enginn verður leikinn í þeirri list, án mikillar æfingar. Enn er þó ótalið það, sem jafnvel mest er um vert, og það er, að sá, sem ástundar athygli á bernsku skeiði, verð- ur gætinn og athugull við störf sín á fullorðinsárunum. eðlilega misjafnt að gæðum, en yfirleitt gott og sumt prýðilegt. Mörgum frásögum barnanna fylgja teikningar, er þau sjálf hafa gert. Unga ísland birtir hér stuttan kafla úr bekkjarblaðinu „Stjarnan“, en það blað er gefið út af elstu deild Skildinga- nesskólans. í næsta blaði birtast fleiri sýnishorn úr bekkjarblöðum. Ferð upp á Svarfafind. (Ur bekkjarblaðinu ,,Stjarnan“). Einn sunnudag var ég beðinn að sækja hesta. Ég spyr hvað eigi að gera við þá. Húsbóndinn segist ætla í skemmtiferð. Ég spyr hvort ég megi fara með. „Já“, var svarað. Ég þreif beisli í snatri og af stað. Ég var helm- ingi fljótari en ég var vanur, að sækja hestana. Ég lagði á þá í snatri og svo fór ég að búa mig. Svo lagði allt heim- ilisfólkið af stað, nema tvennt. Ferð- inni var heitið upp á fjall og svo ætluð- um við líka að tína ber. Það varð lítið úr berjatínslunni, því við þurftum allt- af að halda áfram, ef við ætluðum þang- að, sem ferðinni var heitið, en það var upp á einn hæsta tind Skarðsheiðar, Svartatind, sem kallaður er. Þegar við komum nær, sáum við að það mundi ekki vera hægt, því að þokan var svo mikil á tindinum. En þegar við komum upp á Skessusæti, létti þokunni af tind- inum, svo við héldum áfram. Svo fór- um við upp á tindinn, og mikið var út- sýnið fagurt. Ég hefi aldrei séð svo mikla fegurð. Við hefðum séð til Reykjavíkur, ef einn tindurinn hefði

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.