Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 18
12 UNGA ÍSLAND manninn. Er mjög skipulega og skemmtilega með efnið farið, og svo skýr og einfaldur búningurinn, að engum heilabrotum þarf að valda, að skilja til hlítar. — Þetta eru hin skemmtilegustu æfintýri um vísindalegar stað- reyndir. Talsvert mun það hafa verið erfitt og vandasamt verk, að þýða þessa bók, en þó má segja, að það hafi tekist vel. Málið er hreint og tilgerðarlaust, en sumstaðar virð- ist stíllinn vera með þunglamalegra yfir- bragði, en þurft hefði að vera. Enginn efi er á því, að bókin fullnægir vel þeim kröfum, sem þarf að gera til góðra barnabóka. Sverre S. Amundsen: Ford — bónda- sonurinn, sem varð bílakóngur. Frey- steinn Gunnarsson þýddi. Þetta er bók, sem ég er viss um, að verður uppáhaldsbók íslenskra drengja. Drengjum þykir jafnan gaman að lesa æfisögur atorku- manna, sem ráða það við sig á unga aldri, hvað þeir vilja verða, og verða siðan að glíma við erfiðleika til þess að ná takmarki sínu, reynast ötulir og ótrauðir í öllum glím- um — og sigra að lokum og bera af öðrum mönnum. Og þetta er í stuttu máli sagan um Ford. Hann var að vísu ekki af fátæku fólki, eins og oft er um þessa menn, en þó hófust erfiðleikar hans þegar í bernsku, því að faðir hans vildi, að hann yrði bóndi, en til þess gat drengurinn ekki hugsað. Hann vildi fást við smíðar og vélar. Hann var kornurigur, þegar hann ákvað það með sjálfum sér, að smíða vagna, sem kæmust áfram án þess að hestum væri beitt fyrir þá. Og er mikill hluti bókar- innar um látlausa glímu hans, langa og erf- iða, við þetta viðfangsefni. Þessari glímu lauk með þeim glæsilega sigri, að Ford er nú frægastur allra bílakóngá, — ekki aðeins fyr- ir bílana sina, heldur og fyrir það, að hann er afburðamaður á öðrum sviðum — og góð- ur maður. íslenskir drengir hafa oft heyrt getið um Ford, og bílana hans kannast þeir margir við, hér sem annarsstaðar á hnettinum. Þeim mun því þykja gaman að geta kynnst þessum karli betur, — og von á ég á því, að fullorðnu mönnunum verði það líka á, að hnísast i UNGA ÍSLAND Kign Kauöa Kross íslands. Kcmur út I 16 s!Su lieftum, 10 sinnum á ári. 10. heftiS er vandaS jólahefti. Sltilvísir kaupendur fá auk þess Almanalc skólabarna. VerS blaösins er aSeins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaSsins er 1, apríl. Ritstjórn annast: Arngrímur Kristjdnsson og Kristín Thoroddsen. AfgreiBslu og innheimtu blaSsins annast skrifstofa RauSa Ivrossins, Hafnarstræti 5, herbergi 16—17 (Mjólkurfélag'ShúsiS). Skrif- stofutimi kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. PrentaS I fsafoldarprentsmiSju.____ þessa bók, þegar hún er komin á heimilið á annað borð. Og gaman er að benda á hana vegna þess, að hún er ein af þeim töfrabók- um, sem menn sleppa ekki úr hendi sér, fyrr en lesin er spjaldanna á milli. Um þýðinguna þarf ekki að fjölyrða. Nóg er að vita það, að Freysteinn Gunnarsson hefir gert hana, því að enginn mun nú senni- lega vera honum jafn snjall, að velja og þýða bækur fyrir íslenskan æskulýð. P.t. Flateyri, 18. des. 1937. Theodór Ámason. Bjarni Bjarnason lætur nú af störfum sem meðritstjóri blaðsins, en hann hefir annast um hina vinsælu „Leskafla fyrir litlu börnin“. Þótt svo sé, missir blaðið ekki þennan ágæta starfskraft, og mun hann fram- vegis sem hingað til, skrifa fyrir litlu börnin fróðleiks- og skemmtiefni, eins og nánar er sagt frá í greininni, Blaðið okkar og við. UNGA ÍSLAND getur nú veitt ofur- lítil verðlaun, fyrir besta aðsenda les- efnið, er blaðinu berst frá börnum og unglingum. — Lestu með athygli grein- ina, Blaðið okkar og við.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.