Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 2
2 UNGA ÍSLAND Til Hörpufélaga. Góður Hörpufélagi. J>ú verður að vonum undrandi, er þér berst orðsending og kvéðjur frá Hörpu með Unga fslandi. — En stundum skipast skjótt um efni. Annar undlirritaðra, sem anfiast hefir ritstjórn Hörpu, hefir fengið frí frá starfi næsta skólaár. Með vor- inu held ég öfuga leið við farfugl- ana og dvelst erlendis eitt ár. Ég get því ekki lengur annast efni blaðsins. Það mun ekki ofsagt, að Harpa hafi hlotið óvenju glæsilegar viðtök- ur á þessu fyrsta — og líklega síðasta ári. En vitanlega gat hún lítil ritlaun greitt. Það hefði líka verið ofar öllu hugsanlegu að byrja með, þar sem enginn eyrir var að baki, enda höfð- um við hugsað okkur að leggja kaup- endafjölgun til fullkomnunar blaðinu og bíða sjálfir betri tíma. Nú standa sakir svo, að litlar líkur virð- ast til, að neinn fáist til að annast ritstjórn blaðsins, er undirritaður fer. En við viljum ekki byrja útgáfu 2. árg., án þess að hafa vissu fyrir, að hann komist allur út. Slíkt væri svik við kaupendur og kostnaður einn fyr- ir blaðið. Harpa leggst því niður — en unga ísland mun að nokkru bera hennar svip framvegis, þar eð við höfum lofað því einhverju af þeim þáttum Hörpu, er mestar vinsældir hlutu og voru af allmörgum kennur- um og öðrum kaupendum taldir blaðinu til mikils gildis. Framvegis á Unga ísl. því að sameina hið besta úr báðum blöðunum. Væntum við þess, að þetta verði kaupendum beggja blaðanna gleðiefni, því að aðalatriðið er auðvitað: blað, vand- að að efni og vandað að frágangi. Og því aðalatriði verður vitanlega því betur fullnægt, sem fjölhæfari starfskraftar og fleiri góðir kaupend- ur standa að því. í fullu trausti þess, að Unga ísland verði með sameinuðum kröftum beggja blaðanna, betra en þau voru hvort um sig, mælumst við til, að þú gerist kaupandi þess, og biðjum þig vinsamlegast að tilkynna, óskir þú þess ekki. Við viljum stuðla að því, að blað- ið verði svo úr garði búið, að þú bíðir þess ávallt með eftirvæntingu; að þú teljir þér hag af að standa í skilum við það, og að það verði þér svo kært, að þú finnir hvöt hjá þér til að stuðla að gengi þess, eins og þú áður studdir Hörpu. í þeirri von hefir nú 1. tbl. þ. á. af Unga Islandi verið endurprentað og sent kaupendum Hörpu og nýjum á- skrifendum. í marsblaðinu mun koma framhald af vinsælustu þáttum Hörpu og framhaldssögunni. Efni, sem bor- ist hefir frá ykkur, mun birt smám saman, og væntanlgea berast ykkur kveðjur frá æskulýðskórunum öðru hvoru, eins og áður. Það má senda okkur undirrituðum nöfn nýrra áskrifenda og efni til blaðsins, og það er nóg að merkja það aðeins: Pósthólf 785, Reykjavík, eða öðrum undirrituðum. Að síðustu okkar bestu kveðjur og óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir alla vinsemd á liðna árinu. Lifið heil! Marteinn Magnússon. Jón ísleifsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.