Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 3
UNGA ÍSLAND 3 Matarveisla. Sjónleikur. Þýddur úr ensku og aukinn. Kéli kjöt, Bensi blóðmör, Snœi snúður, Magga mjólk, Erlendur epli, Siggi súkkuiaði, Helgi hafragrautur, Gunna grænkál, Ránka róa, Tóta te, Bergur blávatn, Vigga vínarbrauð, Leikendur: Gúji gaffall, Halli hnífur, Malla matskeið, Maddama Mixtura, Barnið, Bína brauðskorpa, Hörður harðfiskur, Bjössi brjóstsykur, Ella egg, Kata kartafla, Kalli kaffi, Sjaua safi, Leiksviðið er látlaus, hreinleg stofa. Á bakvegg eru dyr, sem gestir koma inn um. Gúji gaffall og Halli hnífur gæta dýra. Gúji gaffall: Já, það má nú segja, að í dag höfum við ekki legið í leti. t>etta, hefir verið meira stritið. Eg er orðinn bæði boginn og beyglaður af þreytu.« Halli hnífur: »Já, það er alltaf mikil fyrirhöfn að halda veislur. Ég er ekki deigari en hver annar, en þó liggur við, að ég sé farinn að sljóvgast (bítur í hníf- blaðið), en bitið get ég þó enn. En líttu nú á, þarna kemur nýr gestur, sýnist mér.« Gúji gaffall: »Og það meira að segja gamall kunningi. t>að er hún gamla ma- dama Mixtura. Pað er nú orðið tímakorn síðan hún hefir verið hér.« (Mixtura kemur). Maddama Mixtura: »Sælir og blessaðir, drengir mínir það er naumast þið eruð fegðir og fínir (hoppar og hristir sig). En hvað eruð þið annars að flækjast hér úti við dyr, hversvegna eruð þið ekki niðri í skúffu eins og venjulega« (hristir sig). Halli hnífur: »Hér er veisla, matar- veisla, og þá verðum við náttúrlega að vera með. f>ú manst að litla barnið var lengi lasið í vor. En þegar þvíjloksins batnaði, urðum við svo fegin, að við á- kváðum að halda upp á batann með veislu og í veisluna eru boðnir allir þeir, sem hjálpuðu barninu til að verða frískt og heilbrigt aftur.« Gúji gaffall: »Við frændurnir erum dyraverðir, við tökum á móti gestunum, þegar þeir koma, og auðvitað vörnum við með odd og egg boðflennum, inngöngu, því að hér fær enginn inn að koma, sem skaðað getur barnið á nokkurn hátt, eða sem er gagnslaus.« Halli hnífur: »Pað er meiri frekjan í þessum boðflennum, það veitir svei mér ekki af, að hafa augun hjá sér. Rétt áðan þurftum við að reka burtu bæði lauk og pipar, sem litla barnið fær alltaf maga- kveisu af, en samt héldu þau sig vera boðin og velkomin.« Gújigaffall: »En þú ertauðvitað boðin maddama góð. Við höfum lista yfir þá, sem boðnir eru, og þar ert þú ein af mörgum, þótt undarlegt sé.« Halli hmfur: »Undarlegt, það er alls ekki undarlegt. Hún læknaði barnið vel, þó að ekki sé hún matur. Gjörðu svo vel og gakktu í bæinn.« Maddama Mixtura (hristir sig): »Nei, þakka yður fyrir, ég ætla ekki að koma inn núna. Ég er ekki fyrir samkvæmin, það eru svo margir, sem líta mig horn- auga, og fyrst að barninu er batnað, hefi ég ekkert hér að gera. Ég fer heldur til veiks manns, sem býr hér í næstu götu. Ég þakka samt boðið, verið þig blessað- ir« (hristir sig og hoppar út). Gúji gaffall: Vertu sæl. Auminginn, að þurfa alltaf að vera með þennan hristing. Hversvegna vildi hún ekki koma inn?« Halli hnífur: »f>að er vegna þess, að

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.