Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 7 urinn, sagði hún og rýndi niður í vögg- una. Og svo hélt hún áfram að tala, þó að enginn svaraði. — Gaman þætti mér nú að mega sjá hann sonarson minn. Hann er nú á öðru árinu, blessað- ur. Já, líklega bráðum tveggja. Hann á nú heima í henni Reykjavík, dreng- urinn, og er nú víst ekki aldeilis til fyrir hana ömmu sína. Digga, digga, digg, sagði hún niður í vögguna, en litli bróðir lét sem hann heyrði það ekki. Hann bara svaf. III. Lltli bróðir fær kalt vatn yfir höfuðið. Það var ekki fyrr en um haustið í október, að litli bróðir fékk nafn, eins og aðrir menn. Sumarið var liðið, og túnið, sem í vor var svo grænt og fall- egt, var nú orðið sölnað og bleikt og hestarnir máttu nú vera þar í friði, en Tryggur gamli átti rólega daga. Hænsn in voru farin að halda sig mikið inni í kofa og lambið bráðum orðið kind. Svona líður tíminn og allt breytist. Þá var það einhvern dag, að fólkið frá næstu bæjum kemur að Hamri. Það kemur í sparifötunum sínum og er gangandi, því að þegar veturinn fer í hönd, má ekki nota hestana, nema það minnsta. Einn maður kemur þó ríðandi á jarpskjóttum hesti og reiðir tvær töskur, aðra fyrir framan sig, en hina fyrir aftan. I fljótu bragði gæti manni sýnst þessi maður alveg eins og aðrir ttienn, en svo fer hann inn í svefnher- bergi hjónanna með töskurnar sínar og UPP úr annari þeirra tekur hann svart Pils, sem hann klæðir sig í, en þetta pils er ekki eins og pilsin, sem hneppt eru 1 mittið og ná alls ekki hærra, og síðan barf að hafa við þau svuntu. Nei, þetta W eiginlega heldur fallegt pils og nær ofan frá hálsi og alla leið niður á tær. Upp úr hinni töskunni tekur maðurinn svo óskaplega fallegan hvítan kraga, sem hann lætur um hálsinn á sér. Þeg- ar hann svo er kominn í þennan skrúða, þá er þetta ekki lengur venjulegur maður, heldur prestur, og það má enginn segja ,,sæll“ við hann, nema kannske hreppstjórinn. Þennan dag var Sigga í nýjum kjól, sem mamma hennar hafði saumað. Það átti nefnilega að fara að gefa litla bróður nafn. Hann var farinn að togna úr kútnum, búinn að fá hár á höfuðið og neglur á fingurna. Það þótti ófært að láta hann ekkert heita. Fólkið safnaðist allt saman í baðstof- unni, framan við herbergi hjónanna. Það sat þar á rúmunum eða á koffort- um við rúmin, en Guðrún, mamma Siggu, sat á stól á miðju gólfi með litla bróður, sem nú var klæddur í hvítan kjól, svo síðan, að hann náði niður á gólf. Presturinn stóð þar hjá við lítið borð. Sigga fann, að eitthvað óvenjulega hátíðlegt var í vændum. Hún vissi ekk- ert hvar hún átti að vera, og það var eins og allir hefðu gleymt henni; að lokum hörfaði hún til Hildar gömlu í Holti. — Ætlar þú að vera hér hjá Hildi gömlu, blessunin? sagði hún, en Sigga var þó ekki vel ánægð og borðaði á sér fingurna. — Komdu hingað, Sigga mín, sagði pabbi hennar, og þannig leystist úr þessu vandræðamáli. Gunna frænka kom með vatn í þvottaskál og setti á borðið hjá prest- inum, en hann fór ekki að þvo sér

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.