Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND 9 hann Benna sinn, blessaðan drenginn, sem ætti heima í Reykjavík. En Ólafur á Hamri sagðist, í hennar sporum, mundu ekki telja það eftir sér, að fara til Reykjavíkur og sjá þetta eina barna- barn sitt. Nóga hefði hún peningana. Þá var henni nóg boðið: — Jæja, Guð hjálpi þér, Ólafur minn ,að tala svona; það er nú, held ég, úti mín makt, sagði hún. Þegar Sigga litla kom fram í eldhús- ið, eftir að gestirnir fóru, varð hún ekki lítið hissa á því, að sjá stór tár renna niður kinnarnar á Gunnsu frænku, þar sem hún stóð við upp- þvotta-balann. — Sigga vissi strax, að Gunnsu mundi þykja það svona leiðin- legt, að hafa svona stóra kúlu á háls- inum. Hún gekk þess vegna til hennar og sagði í sínum blíðastá málrómi: —Gunnsa mín, þetta gerir ekkert til; þú ert alveg jafngóð fyrir þessu. En Gunnsa bara saug upp í nefið og annaðhvort heyrði ekki eða vildi ekki heyra. En svo sagði hún þó: — Æ, stelpa, farðu og láttu mig í friði; ég er, hvort eð er, vönust því, að ekkert sé um mig skeytt. Svo var þá þessi dagur bráðum á enda. En um kvöldið, þegar Sigga átti að fara að lesa bænirnar sínar, hvísl- aði hún að mömmu sinni: — Mamma, vegna hvers er svona stór kúla á henni Gunnu frænku? •— Uss, hvað ertu að bulla, barn; blessuð, láttu ekki nokkurn mann heyra þessa vitleysu. — Jú, en mamma, segðu mér það. — Hérna, sko, undir hökunni á henni. -— Það er bara barkakýlið á mann- eskjunni. Það hafa allir svoleiðis. Láttu Krossinn í Fannardal. Á bænum Fannardal í Norðfirði austur er kross einn, sem mörgum áratugum saman hefir hangið þar uppi í baðstofunni. Húsbændur og heimilisfólk á bænum hafa látið sér mjög annt um, að hann skemmdist eigi og jafnvel trúað því, að hann væri heilagur og hlífiskjöldur Fann- ardals. Kross þessi er þannig til kom- inn: I fyrri daga áttu tvær tröll- konur heima í dalnum. Höfðu þær aðsetur sín í hvoru fjalli beggja meg- in dalsins. Eitt sinn töluðust þær við yfir dalinn, hvort eigi væri ráðlegt að spyrna saman fjöllunum. En með- an þær ræða þetta, verður þeirri, sem var syðra megin dalsins, litið út til fjarðarins. Sér hún þá, hvar kross hafði borið að landi, verður hvumsa við og segir: ,,Fiskur er rekinn í fjarðarbotni; ekki munum við syst- ur spyrnast í yljar í kveld“. Þar sem krosstréð bar að landi, heitir síðan Krossfjara. Var það flutt heim að Fannardal og varðveitt þar allt fram á þennan dag. Það er trú manna, að undir eins og krossinn glatist, spyrni tröllkonurnar fjöllunum saman. ekki svona; farðu að lesa bænirnar þínar og sofa. Sigga varð að hlýða, enda þótt þetta væri ekki á nokkurn hátt fullnægjandi svar. — Svo lagðist mild haustnótt með rökkri sínu yfir haf og hauður, þögul og dularfull, eins og hið ókomna. Frh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.