Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND 11 Ferð upp á Svarfafind. (Úr bekkjarblaðinu »Stjarnan«). Einn sunnudag var ég beðinn að sækja hesta. Ég spyr hvað eigi að gera við þá. Húsbóndinn segist ætla í skemmtiferð. Ég spyr, hvort ég megi fara með. »Já«, var svarað. Ég þreif beisli í snatri og af stað. Ég var helmingi fljótari en ég var vanur að sækja hestana. Ég lagði á þá í snatri og svo fór ég að búa mig. Svo lagði allt heimilisfólkið af stað, nema tvennt. Ferðinni var heitið upp á fjall, og svo ætluðum við líka að tína ber. Það varð lítið úr berjatínslunni, því að við þurftum alltaf að halda áfram, ef við ætl- uðum þangað, sem ferðinni var heitið, en það var upp á einn hæsta tind Skarðs- heiðar, Svartatind, sem kallaður er. Þeg- ar við komum nær, sáum við að það mundi ekki vera hægt, því að þokan var svo mikil á tindinum. En þegar við kom- um upp á Skessusæti, létti þokunni af tindinum, svo að við héldum áfrani.Svo fór- um við upp á tindinn, og mikið var út- sýnið fagurt. Ég hefi aldrei séð svo mikla fegurð. Við hefðum séð til Reykjavíkur, ef einn tindurinn hefði ekki skyggt á. Þegar við komum niður á Skessusæti, sagðist húsmóðir mín aldrei hafa séð svona fallegt. Þetta var í fyrsta sinni, sem hún hafði komið upp á Skarðsheiði, en samt er hún búin að búa þar í grennd * 11 ár. Hún sagðist vilja, að hún mætti vera að fara þangað á hverjum degi. Svo héldum við heim. Ferðin gekk vel. Við lögðum af stað klukkan 10 árdegis og komum klukkan 9 um kvöldið. Á heim- leiðinni námum við einu sinni staðar til að tína ber. Ég kveið fyrir, þegar ég kæmi heim, því að þá átti ég að fara að sækja kýrnar. En þegar heim kom, voru kýrnar alveg heima undir og búnar að róta úr heysátum, sem við geymdum fyr- ir mann á næsta bæ. En það var lítið verið að hugsa um það, bara að koma kúnum heim. Við höfðum hest að Iáni frá næsta bæ, og átti ég að fara með hann. Það þótti mér verst, því að ég var svo myrkfælinn. Samt varð ég að gera það. Ég reið í spretti báðar leiðir, en samt var mér bannað það, því að hestarnir voru þreyttir. En ég skeytti því engu, því að myrkfælnin greip mig, svo að ég þorði ekki að líta til hliðar, hvað þá heldur aftur fyrir mig. Þegar ég kom inn eftir, mætti ég fólkinu við hliðið, það var sjálft að koma úr skemmtiferð. Ég skilaði þakklæti fyrir lánið og lagði af stað undir eins heim á leið. Þegar ég kom heim, lét ég hestinn of an á engi og fór svo heim. Svo gengum við öll til hvíldar, en þessi ferð var um- talsefni marga daga á eftir. Eyjólfur Ingjaldsson. Til umhugsunar 1. Hvað heita fínu hárin, sem eru fremst á hundsskottinu? 2. Hversvegna getur málari aldrei málað vingjarnlegan hund? 3. Hvort er þyngra eitt kg. af blýi eða eitt kg. af fiðri? Rauði Krossinn, útgef. Unga Is- lands, er alþjóðlegur hjálpar- og líknarfélagsskapur. — Styðjið blað hans, Unga Island.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.