Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 4
u UNGA ÍSLAND Matarveisla. ' Sjónleikur. Frh. Vigga vínarbrauð og Snæi snúöur (koma inn): Sælir og blessaöir, strákar mínir! Hér komum við, fínustu gestirnir. Gott og blessað veðrið“. Iíalli hnífur: „Viljið þið hypja ykkur í burtu. Þið eruð alls ekki boðin“. Snæi snúður: „Ekki boSin! Það þykir mér þó skrítiö! Við sem erum nppáhaldsmatur barns- ins“. Gúji gaffall: „ÞaS getur vel verið, að barn- inu finnist þið bragðgóð, en hingaö er aðeins boðið í dag, mat, sem kjarngóður er og liollur. Og það er þó ekki hægt aS segja, að þiö séuð holl“. Vigga vínarbrauS: ,,Nei, en við erum svo fín“. Halli linífur: „Við hirðum ekkert um nein fínheit., Við eigum aS gæta dyra hér og hleyp- um ekki öðrum inn en þeim, sein boSnir eru. Og farið þið nú, smánirnar ykkar!“ Vigga vínarbrauð: „Jó, við skulum fara, viS erum eng-ar boðflennur. Okkur langar heldur ekkert til að vera í þessari veislu, þar sem enginn fínn matur er. Sælir!“ Snœi snúður: „Ég er viss um, að þetta er afskaplega púkaleg veisla. Sælir“. (Þau fara). Gúji gaffall: „Það var nú annars leiSinlegt, að þurfa aö vera svona harður viö greyin. Það er alltaf leiðinnlegt, að geta ekki tekiS á móti þeim, sem að garði koma“. Halli hnífur: „Lóttu huggast, hér kemur ein af heiðursgestunum, hún Magga mjólk. Finnst þér liún ekki yndisleg?“ (Magga mjólk kemur inn. Hún er hvítklædd, nokkuð feit og buddu- leg, og ber á handleggnum stóra körfu, íulla af bögglum). Ilalli og Gúji: „Vertu velkomin, Magga mjólk“. Magga mjólk: „Sælir, drengir mínir! En hvað þið eruð hreinir og þokkalegir. Hvemig líöur barninu 1 Er það vel frískt?“ Gúji gaffall: „Ágætlega frískt. MikiS á það þér aö þakka. Eg sé, að þú kemur ekki tómhent nú, fremur en endranær“. (Ifagga tekur einn og einn pakka í senn og réttir þeim, en þeir lesa á þó jafnóðum). Halli hnífur: „Eggjahvítuefni“. Magga mjóll;: „Til aS byggja upp hraustan likama“. Gúji gaffall: „Fita“. Magga mjólk: „Til að framleiða líkamshita og fitu“. • Halli hnífur: „Sykur". Magga mjólk: „Til að framleiða orku“. Gúji gaffall: „Kalk“. Magga mjólk: „Fyrir góöar tennur og traust bein“. Halli hn'xfur: „A, B, C, D, bætiefni“. Magga mjólk: ,,Til aö barnið geti vaxið og þroskast, og til þess að hindra beinkröm, skyr- bjúg og fleiri sjúkdóma. En nú er best að koma sér inn fyrir til hinna gestanna. GetiS þið vísaS mér á kaldan stað. Ég verð svo súr og vond, ef ég er þar sem lieitt er“. Halli hnífur: „Við vitum það og áttum ein- mitt að vísa þér á góöan stað. Komdu með okkur“. (Þau fara. Inn koma Tóta te og Kalli kaffi. Þau skima í kringum sig). Kalli kaffi: „Viö sleppum inn. Bara að við verðum ekki rekin út“. Tóta te: „ViS felum okkur (Þau skjótast inn til hægri. Halli og Gúji koma hlaupandi). Gúji gaffall: „Það er rangt hjá okkur, að fara báðir frá dyrunum í senn“. Halli hnífur: „Það var aðeins augnablik. Við skulum vona, aö það komi ekki að sök. En líttu nú bara á hvað kemur. Þetta er skrítið par. Þau geta varla verið aö koma hingað. (Inn koma Bína brauSskorpa og Hörður harðfisk- ur). Gúji gaffall: „Hver eruð þið ? Það er veisla liér í dag, svo að það er betra fyrir ykkur að koma seinna, ef þiö ætlið að biðja aS gefa ykkur eitthvaS“. Hörður liarðfiskur: „Ég er enginn betlari. Eg er boSinn hingað og þykir hart, að ekki skuli vera tekið betur á móti mér. Halli hnífur: „Ég veit ekki hvaða vitleysa

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.