Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 5
UNGA ISLAND 15 hefir gripið mig. Ég œtti þó að kannast við ykkur bæði. Það er ekki svo sjaldan, sem ég hefi smurt ykkur“. Bína brauðskorpa: „Jú, ég verð að segja, að mér fannst þú taka heldur kuldalega á móti gamalli kunningjakonu. En þú hefðir þekkt mig, hefði mannskömmin mín, hann Runki rúg- ari, ekki hlaupið á undan mér. Við erum vön að verða samferða og fer best á því. Ég skal svei mér skarnma karlinn minn, þegar ég næ í hann. Hann þarf ekki að líta niður á mig. Betur stæli ég tennur barnsins en hann“. Hall hnífur: „Þetta er alveg rétt hjá þér, Bína mín. Ég bið þig afsökunar. Ég hélt þú værir ekki holl fæða, svona hörð“. Bina brauðskorpa: „Ég skal viðurkenna það, að ég hef útlitið á móti mér, ég er hörð og matarlítil, en fyrir tennurnar er ég lireinasta þing, þó ég segi sjálf frá“. (Hún fer). Hörður liarðfiskur: „Hún er ekki lítið upp með sér, kerlingartuskan. Ekkert er hún þó á við mig. Séu tennurnar ekki notaðar til að mylja mig og mína líka, mundu þær fljótt rotna og skemmast. Auk þess er ég afar hollur matur, hefi alveg gnægð af bætiefnum og meira að se&ja joði líka, sem er mönnunum mjög nauð- synlegt. Nei, Hörður harðfiskur! Það er karl í krapinu, sérstaklega þegar hann smjörbútur, vinur minn, er með mér. Er hann ekki boð- inn?“ Halli hnífur: „Jú, en hann var svo hræddur um að bráðna, að hann fór fram í búr“. Hörður harfffiskur: „Þangað fer ég líka. Ég verð þá líklega metinn að verðleikum í veisl- onni, þegar ég fæ smjör með mér“. (Fer). — (Malla skeið kemur hlaupandi inn, lafmóð). Gúji gaffall: „Hvað gengur á ? Það er naum- sst, að það er asi á þér“. Malla skeiff: „Það hafa einhverjir óþokkar komist inn, sem þegar eru famir að gera illt af sér. Bamið er órólegt og ólystugt". Halli hnífur: „Hvernig hafa þeir komist mn? Það verður að hafa upp á þeirn undir eins og kasta þeim út“. Malla skeið: „Ég veit ekki einu sinni hverjir það eru. Ég hélt, að þið hefðuð kannske séð þá“. • ■ Crúji gaffall: „Við skulum hafa augun opin, ef þeir skyldu koma hér (Mjalla fer). Við hefðum ekki átt að yfirgefa dyrnar, það var rangt af okkur“. Halli hnífur: „Það tjáir ekki að fást um það, sem orðið er. Þarna kemur skringilegur náungi, alveg hnöttóttur". (Erlendur epli kem- ur inn). Erlendur e'pli: „Hér kem ég, konungur á- vaxtanna“. Halli hnífur: „Við áttum ekki von á nein- um konungi. Hver ertu? Ég þekki þig ekki?“ . . Erlendur epli: „Það er ekki von. Ég er því miður, rnjög sjaldgæfur gestur. Þið ættuð að vita, að ég hjálpaði barninu vel í veikindum þess, þegar það var alveg lystarlaust. Eg nærði það og hressti, auk þess lireinsaði ég tennur þess“. Gúji gaffall: „Ertu kannske félagi þeirra Bínu brauðskorpu og Harðar liarðfisks Erlendur epli: „Eruð þið frávita? Ég er fínn, útlendur ávöxtur og rán dýr. Vitið þið ekki, að það hreinsar tennurnar, að naga fast og safa- mikið epli?“ Halli hnífur: „Jú, það er víst satt. — Að minnsta kosti er henni Rönku rófu alltaf hrós- að fyrir, að hreinsa tennumar, þegar hún er nöguð“. Erlendur epli: „Vogið ekki að líkja mér við gulrófu, mér, konungi ávaxtanna. Eitt epli á dag og allt kemst í lag, er fyrirtaks máltæki. Minnist þess“. (Fer). Gúji gaffall: „Það var naumast að hann veit af sér, sá ama! Og ég lield, að hann sé Rönku rófu ekki mikið fremri!“ Halli lmífur: „Hann er bragðbetri og mýkri undir tönnina. Annars er munurinn ekki mik- ill. Hann er öllu yfirlætisminni þessi, sem þarna kemur. (Helgi hafragrautur kemur). — Sæll vertu, Helgi minn. Gjörðu svo vel“. Hclgi hafragrautur: „Komið þið sælir! Fæ ég ekki gott sæti, þetta eina skifti, sem mér er boðið?“ Gúji gaffall: „Það er frátekin skál á miðju borði, mitt á milli Rúnu rjóma, Silla sykurs og Skafta skyrs“. ..Ilelgi hafragrautur: „Það er inndælt. Ekki get ég kosið mér betri félagsskap“. Halli hnífur: „Ivomdu! Ég skal fylgja þér“. (Þeir fara. Inn læðast Siggi súkkulaði og Bjössi brjóstsykur). Siggi súkkulaði: „Gúji minn! Ætlarðu að lofa okkur inn? Við emm svo litlir og góðir“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.