Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 17 og enginn kraftur. ÞiS eruÖ bara til óhollustu. Hversvegna komuð þiö 1“ Tóta te: „Okkur langaÖi svo til þess“. Kalli lcaffi: „Þessvegna læddumst við inn meö mjólkinni. Enginn tók eftir okkur“. Barnið: Það er gamla sagan. Þið stelist inn með mjólkinni. En við viljum ekki sjá ykkur. Látiö þau út!“ (Gúji og Halli láta þau út). Barnið syngur: Hnífur, gaffall og grafin skeið, á gægjum standa þau alla leið um nótt og nýtan dag. Þau gá að hvað þér er gefið í mál, gómsætt, nýtt eða fúlt í skál. Þetta eru verðir, sem hugsa um þinn hag. En þeirra veldi er hundið við borð, þeim ber ekki að segja hið stóra orð: „Þú hingað, en framar ei fer“. Þitt er ei valiö, en vittu þaö samt, aö vert er aö þekkja sinn matarskammt, hve heilsunni hollur liann er. ENDIR. Niðurstaðan varð eins og von var til. „Konan mín vildi fá fína íbúð, en ég ódýra“. ,,Hver varð að víkja?“ ,,Við bæði, íbúðin varð hvorki fín né ódýr“. Báðir klaufar. Rektorinn við nýja nemandann: »Hvað heitirðu drengur minn?“ Nemandinn: „Hans Olsen, rektor“. Rektorinn: „Þú átt að segja herra, Þegar þú talar við mig“. Nemandinn: „Já, herra Hans 01- Sen, ætlaði ég að segja, rektor“. Konuríki: Óli: „Ert þú giftur, frændi?“ Frændinn: „Nei, góði minn“. Óli: „Hver segir þér þá hvað þú toátt og hvað þú mátt ekki?“ Reimleikinn í ræningjaskipinu. Að kvöldlagi fyrir meira en liundrað ár- um síðan stóðu tveir drengir á þilfari ameríska seglskipsins Albatros, sem sigldi í hægum beitivindi yfir Mexieo-flóann. Það var niðamyrkur. Fram á gekk varðmaður- inn þungum skrefum. Neðan úr liáseta- lclefanum barst ómur af liáværum samræð- uin glasaklið og sjómannasöngvum. — Drengirnir hölluðu sér upp við boröstoldc- inn og töluðu í hálfmn liljóðum. Annar þeirra var stór og sterkur fimmtán ára piltur, hinn var nokkru yngri og lægri í loftinu. „Heyrðu, John,“ sagði hinn stærri, „mér líst ekki á þetta. Við hefðum aldrei átt að ráða okkur á þennan dall.“ „Nei, það segir þú satt, Jack,“ svaraði sá minni, „en hver skyldi ætla, að Albatros væri sjóræningjaskip. Viö áttum okkur einskis ills von, þegar við réðum okkur, og nú erum við komnir í klípuna. Það er þægilegt eða hitt þó heldur.“ „Það var heppilegt, að kokkurinn skyldi kjafta frá þessu,“ sagði Jack, „nú vitum við þó, hvað til stendur og getum reynt að bjarga okkur út úr ldípunni. Sjóræningi vil ég ekki vera! Eg liefi lagt stund á margt, en aldrei brotið lög.“ Jolin andvarpaði. „Ég á bágt með að trúa því, að viö séum virkilega um borð í ræningjaskipi“. „Jú, það er enginn vafi á því,“ sagði Jack. „Kokkurinn var1 ekki að ljúga og svo er það líka nóg sönnun, hvernig sldps- höfnin liagar sér. Heyrirðu hvernig þeir láta niðrif' Albatros sigldi frá Ne\v York með dýr- mætan farm til Jamaica. Skipstjórinn var

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.