Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 14
UNGA ÍSLAND 2A Þú þarft aldrei að láta þér leiðast . . , Ef þú elskar lífið, þá mátt þú ekki eyða nokkurri stund til ónýtis. Lífið er aðeins fáeinar stuttar stundir. Franklin. Þeim 24 stundum sólarhi'ingsins verja menn yfirleitt til vinnu, svefns og skemmtunar. Orðið skemmtun mun vera dregið af orðinu skammur, sem merkir stutt- ur. Merking orðsins skemmtun, er því sú, að gera tímann stuttan. Auðvitað er hver stund þó ávallt jáfn lengi að líða, hvernig sem henni er varið, en þó könnumst við öll við, að okkur finnst tíminn á stundum ætla aldrei að líða. En svo getur tíminn líka flogið áfram, fyrr en okkur varir. í fyrra tilfellinu eru athafnir okkar annað hvort engar, eða þá slíkar, að okkur falla þær ekki í geð. Þá leiðist okkur. En í hinu síðara, eru það at- hafnir okkar sjálfra eða annarra, sem hrífa hugann, og þá skemmtum við okkur. Lífshamingja okkar allra, er að mjög miklu leyti undir því komin að tómstundum, þeim tíma, er hvorki er varið til venjulegra dægúrstarfa eða svefns, sé varið vel og skynsam- lega, og happadrýgst í því efni mun reynast hollt, frjálst, útilíf og íþrótta- iðkanir. Áhugi íslenskrar æsku beinist æ meir og meir inn á þessar brautir, og það lofar góðu um framtíðina. Unga ísland mun framvegis, sem hingað til, flytja greinar og frásagnir um í- þróttir. Um sund, skauta- og skíða- ferðir og hverskonar íþrótta- og útilíf. Sendið blaðinu frásagnir úr ykkar byggðarlagi, þegar eitthvað gerist í þessum efnum, er getur orðið hvatn- ing fyrir aðra. Endurminning. frá sumrinu 1936. R j ú p a n. Einn sunnudag, seint um sumarið, vorum við fjórir strákar boðnir á bæ utarlega í Vopnafirði. Við skemmtum okkur ágætlega. — Á leiðinni heim fældust hestarnir við eitthvað, sem veltist á undan okkur á veginum. Tveir af okkur stukku af baki, til að gá að hvað þetta væri. Sáum við þá, að þetta var rjúpa, sem hafði líklega rekið sig á símavírinn, því að hún gapti og náði illa andanum. Vegna þess hve dimmt var orðið, þreifuðum við á henni, en fundum engin sár. Fórum við með hana heim, settum hana í stall í hesthúsinu og gáfum henni grjón, en hún gat ekki etið þau fyrst í stað. Leið svo næsti dagur, að hún át sama og ekkert, en úr því fór hún að hress- ast. Daginn eftir að við fórum suður var rjúpunni sleppt og virtist hún þá vera al-heilbrigð. Var rjúpan búin að vera hjá okkur á þriðju viku. Vigfús Helgason, 12 ára. „Ég heyrði að vörugeymslan hans hefði brunnið. Tapaði hann nokkru?“ ,,Já, næstum heilum eldspítustokk, bara fyrir klaufaskap“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.