Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 27 Litla húsið í garðinum. Litla stúlkan á myndinni heitir Shirley. Hún á pabba og mömmu og tvo bræður. Þau búa í stóru og fallegu húsi. Kringum húsið er garður. Þar vaxa mörg falleg blóm og stór og falleg tré. Epli og aðrir góðir ávextir vaxa á sumum trján- um. Shirley sefur í stóra húsinu hans pabba síns. Þar er skólastofan hennar, þar sem hún lærir að lesa, skrifa, reikna og teikna. Mamma hennar gefur henni að borða í borðstofunni og baðar hana í bað- herberginu í stóra húsinu. Shirley þykir vænt um þetta stóra hús, því að það er mjög fallegt, og henni líður vel í því. En henni þykir samt enn vænna um litla húsið í garðinum, því það á hún sjálf. Ein stofa og eldhús er í litla- húsinu. í stofunni eru litlir stólar og lítið borð. Litla stúlkan er hús- móðir í húsinu sínu. Lísa, brúðan hennar, situr í stól við borðið. Hún er nú gestur, sem hefir heimsótt litlu frúna. Frúin tekur vel á móti gestinum og segir: »Ég má víst bjóða þér einn tebolla«. »Já, þökk fyrir«, segir gesturinn, ég er feg- in að fá heitt te, því að mér er hálf-kalt«. »Það er eðlilegt,« sagði litla frúin. Hann er nokkuð kaldur í dag.« Hún hellti í bollana og sagði: »Blessuð gerðu nú sætt og smakk- aðu á kökunum, sem ég var að baka«. »Ó, þakka þér fyrr«, sagði gest- urinn og fór að borða. »En hvað þú getur bakað fínar kökur.« Litla frúin brosti. Hún var ánægð yfir hrósinu. En hún vildi ekki láta mikið á því bera, því að hún var kurteis og lítillát. »Vertu nú ekki að hæðast að kökunum,« sagði hún, »ég held þær séu mesta ómynd.«

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.