Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 7
UNGA iSLAND Í7 ekki lengur neinn grátur; það var bara máttvana raul, en hann hafði stöðugt ekka. -----Hann var kominn upp á heiði, án þess hann vissi það og hélt nú alltaf lengra og lengra burtu frá þeirri von, að hann nokkru sinni mundi finnast. Þokuna var mikið farið að létta, en hann veitti því enga athygli, enda var hann nú kominn það langt í burtu, að hann hefði aldrei ratað heim. Og þarna þrammaði hann áfram þessi sex ára maður. Ljósa hárið hans var allt renn- vott og úfið. Vatnið rann úr hárinu nið- ur vanga hans, þar sem það blandaðist tárum og svita. Hann var þessvegna all- ur rósóttur í framan. Hvíta peysan var öll orðin rennandi blaut og hann var raunar allur alveg gegndrepa. En ef þú heldur, vinur minn, að Skúli hafi hlotið að vera að hugsa um það, hve gaman væri að vera kominn heim, til pabba og mömmu eða hugsa um, hvar þetta allt mundi lenda fyrir sér, þá skjátlast þér alveg. Skúli var fyrir löngu hættur að hugsa. Og þó að einhver slík hugsun hefði verið til innst inni í sál hans, þá hafði hann engan þrótt, til að koma henni upp á yfirborðið. Hann bara staulaðist áfram, eins og magnþrota gamalmenni eitthvað áfram — áfram, það var að lokum orðin sú eina tilfinn- ing, er bærðist í brjósti hans, en að síð- ustu varð hún einnig að víkja fyrir þreytunni, sem stöðugt ásótti hann ttieira og meira, og að lokum lét hann undan og hné niður í lyngi-klædda laut og eftir skamma stund var hann stein- sofnaður. Þokuna tók nú smátt og smátt að létta og á austrufjöllunum i'oðaði af nýjum degi,sólin var að hefja þar nýja dagleið yfir himininn frá austri til vesturs og þarna í lautinni, uppi undir Stararvatni lá nú Skúli Bjartmar og svaf, og svo eftir dálitla stund var engin þoka meir. VI. Sólskinsdagur. Við verðum nú að yfirgefa Skúla Bjartmar stundarkorn og hugsa um dá- lítið annað. Hann getur sofið á meðan. Á íslensku heiðunum og fjöllunum of- an við hverja sveit lifir hún, tófan, sem þið hafið svo oft heyrt talað um og suui ykkar liafa séð. Þar berst hún fyrir lífi sínu við óblíðu vetrarnáttúrunnar. — Það er barátta upp á líf og dauða. — Hún býr sér og börnunum sínum þar heimili á vorin. Það eru hennar gleði- dagar. Hennar ánægjustundir í lifinu. Sú gleði er að vísu ekki óblandia, því að tófan á óvin þar sem maðurinn er og hann gerir henni æði margar skráveif- ur, einmitt þann tíma. En það gleymist henni við þá ánægju að leiða börnin sín út í vorblíðuna, þegar sólin stafar fagur- blátt, spegilslétt fjallavatnið og hliðaí fjallanna hafa um sig blá-grænan hjúp lyngs og brekkusóleyja, en í móunum á rjúpan og heiðlóan hreiður; þá þarf engin tófa að vera svöng og tófubörnin, sem kallast yrðlingar, geta stækkað vegna fæðuskorts. í hæðunum ofan við Stararvatn höfðu þetta vor, ein tófuhjón stofnað heimili. Þeim hafði geðjast svo einkar vel að þessum stað, þó að auðséð væri, að hann hafði verið í eyði undanfarin ár. Þau höfðu orðið nokkuð seint fyrir með hjú- skap sinn og fundu svo þarna þetta gamla „greni“. Eini gallinn var sá, að þetta var nokkuð nærri byggð mann- anna. Samt hafði þetta nú allt gengið vel og börnin voru orðin hálfsmánaðar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.