Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 10
50 UNGA fSLAND Þrír vinir. Eftir Fr. Kittelsen. Framhald. Vinirnir voru heldur óburðugir, þar sem þeir þrömmuðu eftir mjúkum sand- inum — allsnaktir eins og þegar þeir fæddust í þennan heim, nema Ulrik, í gauðrifnum stakknum, sem þorpararnir höfðu fært hann í. Ó, það var svo þrevt- andi að ganga í sandinum. Það höfðu þeir aldrei gert fyr, því að sandauðnir eru ekki til í Noregi. Þar voru þeir van- ir að hafa fast undir fótum. En brátt var sandurinn á enda og fram undan lá víðáttumikil slétta — til- breytingarlaus með öllu, nema hvað kringlóttar þúfur voru á víð og dreif. Langt í fjarska sá á lágar, dökkar hæð- ir, en hvergi nokkurt hús, veg eða götu- slóða. „Þetta er þó undarlegt", sagði Ulrik. „Býr þá ekkert fólk í þessu merkilega landi?“ „Það lítur ekki út fyrir það“, ansaði Henning. „En heldurðu annars að þetta sé Danmörk? Þeir skyldu þó ekki hafa sett okkur í land á eyðieyju? Því gæti ég nú trúað!“ „Það er hryllilegt!" sagði Niels. „Þá deyjum við bráðlega úr hungri, þar sem hér. eru engin dýr, ber eða ávextir. Við erum enn ver settir en Robinson, því að hér er ekki einu sinni hellir né hola til að búa í“. „Hvaða vitleysa!" tók Ulrik fram í. „Víst er þetta Danmörk! Ég hefi sjálf- ur heyrt sjómennina heima tala um sand, mosa og lyngheiðar, og þið sjáið þó, að það er einmitt slíkt landslag hér“. „Jæja, en þá er Danmörk hreint og beint kjánalegt land!“ sagði Niels. „Engin fjöll — en það er nú kannske alveg sama — en að hér skuli ekki held- ur vera nein hús------“. „Hús finnum við sjálfsagt", greip Ul- rik aftur fram í. „Bara ef við höldum áfram og missum ekki kjarkinn á miðri leið“. Það var nú samt eitthvað í málrómn- um, sem gaf til kynna, að kjarkurinn væri farinn að bila. Það var byrjað að skyggja, og hinir þrír vinir voru hungraðir og ekki laust við, að þeim væri orðið kalt — enda voru fötin nú heldur þunn. Ulrik stansaði og skimaði í allar átt- ir. Á næsta augnabliki rak hann upp gleðióp. „Þarna er hús! Húrra!“ „Hvar?“ spurðu hinir einum munni. „Þarna!“ svaraði Ulrik og benti nokk- uð til vinstri við þá stefnu, sem þeir höfðu komið úr. Sjáið þið ekki reykinn upp úr strompinum?“ Jú, nú komu þeir auga á svolitla reykjarslæðu, sem steig til lofts — langt í burtu. — Þeir hoppuðu af ein- skærri gleði. Þeir voru bæði þreyttir og svangir og leiðin löng. En vonin um húsaskjól, mat og svo eitthvað til að skýla nekt þeirra endurnýjaði kraftana. Þeir lögðu því aftur af stað með nýja djörfung og. nýj- an dug í áttina að þessum heillandi reyk. „Bara að við hefðum komið auga á reykinn fyr“, sagði Henning, „þá hefð- um við getað sparað stóran krók“. „Það dugir ekki að fárast yfir því“, ansaði Ulrik. „Nú er bara um að gera að halda áfram!“ „Já, en bráðum kemst ég ekki lengra“, sagði Henning. „Fæturnir bera

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.