Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 12
UNGA ÍSLAND 52 OJOÐLEIKHÚSIÐ. Mynd þessi er af Þjóðleikhúsinu. Það er byggt eftir teikningu prófessors Guðjóns Samúelssonar, og er af flestum talin einhver fegursta bygging höfuð- staðarins. Byggingunni er enn ekki að fullu lok- ið. Þó er þegar búið að ganga frá bygg- ingunni hið ytra. Húsið er byggt í íslenskum sérkenni- legum stíl, sem kalla mætti stuðlabergs- stíl, því hann minnir óneitanlega á hið trausta stuðlaberg íslensku fjallanna. I húðun hússins er blandað mylsnu af silfurbergi, hrafntinnu og hrauni. Húðunin er dökk. I-Iún brýtur geisla sólarljóssins fagurlega, svo hún út af fyrir sig, eykur mjög á fegurð og mikil- leik hússins. Vonandi verður þess enn ekki mjög langt að bíða, að íslenska þjóðin verði þess megnug að fullgera þessa veglegu byggingu og gera hana að heimili fyrir leik- og sönglistarlíf höfuðstaðarins.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.