Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 57 Rag’nar Jóhan nesson: VÖGGUV/SA. Láttu þér nú sofnast, litli bróðir minn, litla systir ætlar að vera hjá þér. Hún ætlar að laga litla svæfilinn og lofar því að strjúka ekki frá þér. — Bí, bí og blaka. — A Tjörninni er hvítur fugl að kvaka. Þarna sé ég endur, sem ætla niður á Tjörn, ótt og títt þær fljúga yfir bæinn. Þær sjálfsagt þurfa líka að svæfa lítil börn, er syntu um og veiddu allan daginn. — Bí, bí og blaka. — A Tjörninni er hvítur fugl að kvaka. Mamma fór að kaupa í matinn, að ég held, á meðan skal ég vera hér og syngja. A jöklinum er roði. Það er að koma kveld og klukkurnar í Landakoti hringja. — Bí, bí og blaka. — A Tjörninni er hvítur fugl að kvaka. Stóri bróðir eitthvað út á sjóinn fór og ætlar marga, marga fiska að veiða. Bráðum verður líka hann litli bróðir stór og leggur kannske út á hafið breiða. — Bí, bí og blaka. — A Tjörninni er hvítur fugl að kvaka. En nú á hann að sofa því enn hann lítill er, og á að sofa bæði vel og lengi. Bráðum felur nóttin þennan bæ í fangi sér og breiðir ofan á litla, þreytta drengi. — Bí, bí og blaka. — A Tjörninni er hvítur fugl að kvaka. Refurinn og hundurinn. (Endursögn). Á bóndabæ einum í Noregi hafði heimilisfólkið orðið vart við það, einn veturinn, að hundurinn byrjaði á ótta- legum gauragangi í kringum fjósið, þegar búið var að láta hann út á kvöld- in, og hélt hann þessu áfram langt fram á nótt. Var nú farið að veita því eftirtekt, hvernig á þessu stæði, og komst þá upp, að láfóta hafði verið að glettast við hundinn. Bærinn og fjósið lágu á hæðarbrún, en að húsabaki var brött brekka og dal- ur fyrir neðan. Var brekkan öll gler- hál af ís. Refur nokkur vandi komur sínar að fjósinu, en jafnskjótt og hund- urinn varð var við refinn, rauk hann af stað á eftir refnum og fóru þeir með. 1 sannleika sagt voru þeir, vinirnir á fleygiferð niður glerhála brekkuna. En rétt efst í brúninni stóð kaðalspotti upp úr ísnum. Leitaði refurinn þar nið- ur brekkuna, sem kaðalspottinn var, og í því hann þaut ofan brekkuna glefsaði hann í spottann og hélt sér föstum af öllum kföftum. — Hundurinn aðgætti þetta ekki og sentisV ofan brekkuna í slíku hendingskasti, að hann komst alla leið ofan í dalinn. En jafnskjótt og hundurinn var kominn framhjá, klór- aði refurinn sig upp að fjósinu aftru og beið þar í makindum, þangað til hund- urinn kom másandi og blásandi neðan úr dalnum. Fór hundurinn þá að elta refinn að nýju, og þannig héldu þeir á- fram uns hundurinn var öldungis upp- gefinn af þreytu. En refurinn fékk ekki önnur laun fyrir hyggni sína, en að hann var drepinn af heimamönnum. Lárus Ólafsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.