Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 6
UNGA ÍSLAND 6í STEFÁN JÓNSSON: VINIR VORSINS. Framhald. Og Jói tók í fótinn á Skúla, þann sem ber var, og hristi hann duglega til. — Halló vaknaðu! Ilalló drengur! Þá reis litli maðurinn upp í ofboði og nuddaði á sér augun. Hann starði fram fyrir sig án þess að vita af því sjálfur, því að nóttin og draumar hennar voru ennþá ekki farin úr sál hans, en smátt og smátt þokuðu þau og raunveruleik- inn kom með tár fram í vinstra augað og síðan það hægra. Og svo varð úr þessu grátur. — Iivað er þetta, góði minn? Vertu ekki að gráta. Svona, nú verður þetta allt gott. Ilvernig stendur á þessu ? sagði Jói. — Ég vil fara heim, heim til pabba og mömmu, hrópaði Skúli og þaut á fæt- ur og ætlaði að stökkva burtu í ofboði. Gvendur náði í öxl hans. — Nei, hvað er þetta drengur? Vertu nú góður, nú komum við líka bráðum heim, þú þarft ekki að vera hræddur við okkur. Skúli sefaðist lítið eitt, en skalf nú allur af kuldahrolli frá hvirfli til ilja.— Hann var rennandi gegndrepa, og þó að nú skini sólin, þá var ennþá ekki farið að njóta yls hennar að fullu, svona snemma dags. Þeir færðu hann í þurra sokka, sem þó voru nokkuð stórir og vöfðu hann síðan innan í teppi. Jói tók hann á hnakknefið fyrir framan sig og síðan var haldið af stað niður í dalinn. Smátt og smátt kom nú Skúli inn í þann heim, sem hann þessa nótt hafði yfirgefið, en þó gat hann enga skýringu gefið á þessu ferðalagi sínu, hvernig svo sem þeir félagar spurðu. Um það vissi hann eiginlega ekki neitt, annað en það, að hann vildi komast heim. Þarna þokaðist svo hópurinn niður eftir fet fyrir fet og sló löngum, mjóum skuggum á götuslóðana fyrir skin morg- unsólarinnar. Áfram þokaðist hópurinn, tveir menn og þrír hestar og svo einn sex ára maður, vafinn inn í teppi. Sá var nú ekki burðugur, þó að við hvert fet nálgaðist hann nú heimili sitt, syst- ur sína, föður og móður. Gott yrði að koma heim. En ofan á milli á trússahestinum voru fimm tófuyrðlingar í kassa, er við hvert fet fjarlægðust sitt heimili og það frelsi, sem þeir voru bornir til. Þeir ýlfruðu og ögguðu öðru hvoru í kassanum, eins og þeim líkaði ekki ferðalagið og kann- ske voru þeir svangir. VII. Kærkominn gest ber að garði. Fólkinu á Hamri hafði ekki verið svefnsamt þessa nótt. Þegar Jói og Gvendur komu þangað um morguninn með fund sinn, var enn verið að leita. Það er hægt að geta sér þess nærri, hví- líkur fagnaðarfundur varð á heimilinu. Mamma hans Skúla sagði það líka ein- hverju sinni, þegar rætt var um þetta, að aldrei, hvorki fyr né síðar, hefði sér þótt Gvendur á Grjóti fallegur, nema þá. Skúli náði sér furðu fljótt eftir þetta. Hann fékk þó nokkuð vont kvef og varð að liggja rúmfastur nokkra daga. Allir á heimilinu kepptust um að gera hon- um til hæfis. Sigga systir lánaði honum dótið sitt og sat hjá rúmi hans svo oft sem hún gat því við komið. Aldrei spurði hann hana um fótbrotið, en gaf henni

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.