Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND 67 Skúli Bjartmar fór með fólkinu út á túnið. Hann var ekki vel upplagður til að snúa heyi núna. — Ojæja. Hann gat ekki fengið sig til að þjóta inn í bæ, þó að þennan strákling bæri að garði. Eftir litla stund kom Sigga og með henni þessi ókunni drengur. — Skúli! kallaði hún, þú átt að leika þér við hann og vera nú svolítið upp- litsdjarfur. Svo fór hún að snúa. Hún var svo stór. Þarna stóðu þá tveir ungir menn hvor framan í öðrum, á nýslegnu túni, hvorugur hafði séð annan fyrr, og hvor- ugur þorði að ávarpa hinn. Þeir horfðust í augu svolitla stund og síðan fóru báðir að hlægja. Þá loks fann Skúli Bjartmar að það var skylda hans að segja eitthvað: — Hvað segir þú í fréttum? En hinum fannst þetta víst skrítin spurning. Hann gusaði út úr sér enn meiri hlátri og sagði svo: -—- Hvað heitir þú? — Ég heiti Skúli Bjartmar Ólafsson. En þú ? — Benedikt Þórðarson, kallaður Bensi, á heima í Reykjavík, en ætla að vera í Holti í sumar hjá ömmu minni og frænku. — Ætlarðu þá að koma hingað aftur ? — .Tá, ætli það ekki, einhverntíma. — Hvað ertu gamall? — Rétt að segja hér um bil átta ára. En þú ? Skúli: Sex. Hvernig komstu úr P evkj avík ? Gangandi ? Bensi: Gangandi. bað er ekki hægt að ganga yfir sjóinn. Ég kom á skipi. Hef- irðu ekki séð skip? Skúli: Nei, ekki nema bara á mynd og svo bát, voða stóran bát, sem hafð- ur er hér uppi við vatnið. Bensi: Hefirðu kannske aldrei séð sjó- inn? Skúli: Nei, aldrei. Er hann ekki voða stór? Bensi: Jú, það er ég hræddur um. Hann er voðalega stór. Skúli: ITvað er hann svo sem stór? Er hann svo stór að hann nái alveg nið- ur að Grund, neðsta bænum í sveitinni ? Bensi: Uss! Biddu fyrir þér! Hann er miklu, miklu stærri. Hann er svo stór, að það sér hvergi út fyrir hann, hvar svo sem maður væri á honum. Skúli: Nei, svo stór er hann nú auð- vitað ekki, en svo er hann víst ógurlega djúpur. Bensi: Djúpur, já, hann er svo djúp- ur, að hann er margar mannhæðir. Skúli: Stendur þá enginn maður neinsstaðar upp úr honum? Bensi: Jú, kannske við strendurnar, en ekki þar sem hann er dýpstur. Skúli: Og bó að kaupakonan stæði á öxlunum á kaupamanninum og pabbi stæði á kaupakonunni og Gunnsa frænka stæði á pabba og Sigga systir stæði á Gunnsu og svo stæði ég á Siggu. Næði ég samt ekki upp úr honum? Bensi: Þú næðir samt ekki upp úr, hugsa ég. Þannig töluðu þeir saman góða stund og að henni lokinni var múr ókunnug- leikans brotinn á milli þeirra. Þeir fóru nú að leika sér í heyinu. Og um það levti, sem Bensi þurfti að hugsa til heimferðar var það ákveðið, að hann kæmi aftur næsta sunnudag, ef veður vrði gott. Þá ætluðu þeir í berjamó og Sigga átti að vera með, ef hún vildi. Frh,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.