Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 11
UNGA ÍSLAND 69 ,,Ja, við getum þó ekki látið þá liggja þarna og krókna úr kulda. Komdu nú þessum snáða hið skjótasta í rúmið. — Honum veitir víst ekki af að fá hita í skrokinn“. Konan hristi höfuðið, en leitaðist einnig við að fá einhverja skýringu hjá Ulrik, en hann stamaði aðeins fram þessu eina orði: ,,Matur!“. Honum var nú í snatri komið í rúmið og gefin full skál af áfum. Hann svolgraði þær í sig með áfergju og frískaðist mikið. Hann stamaði fram þakklæti og snerist hugsunin að félög- um hans. „Niels og Henning“, sagði hann. „Þeir liggja úti, krókna úr kulda“. „Hann er Svíi“, sagði konan, sem heyrði að hann talaði ekki með dönskum málhreim. „Nei, ég er frá Noregi“, leiðrétti Ul- rik. „Jæja, nú verðum við að sækja hina“, sagði bóndinn. „Komdu, Birthe, við tök- um sinn hvorn“. Konan vildi helst ekki fara, því að hún var komin í mjög annarlegt skap út af þessum undarlega atburði, og henni datt meir en í hug, að hér hlytu galdrar og gjörningar að vera með í verki. Hún drattaðist þó með bónda sínum, og litlu síðar komu þau með hina tvo, sem þeim með nokkrum erfiðismunum hafði tekist að vekja til meðvitundar. (Framh.).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.