Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 14
72 UNGA ÍSLAND Drengirnir sögðu nú veiðisöguna eins og hún gekk til. „Svo þið hafið farið út í Birgishólma, En hefi ég ekki bannað ykkur það ?“ Jú, drengirnir gátu ekki borið á móti því. ,,Og á ég að segja þér, Kári minn, af hverju þú datst í vatnið? — Bara af því að þú stakkst upp á þessu. Þú áttir að biðja mig um leyfi. Það getur vel verið að ég hefði leyft ykkur að fara, í svona góðu veðri. En í stormi er straumhart allt í kringum hólmann. En út af fugl- unum, sem verpa þar, hefi ég ekki vilj- að láta ykkur vera þar á ferli. En nú eruð þið orðnir það stórir, að það er engin hætta á að bið vinnið þeim mein. En þið hafið verið duglegir drengir, og hið eruð góðir drengir, að reyna að hiálpa pabba og mömmu. Og mér finnst bað engin furða, bó að drengi eins og vkkur langi til að kynna sér umhverf- ið. Eg hefi einnig verið ungur. — En nú skuluð þið fara að hátta og sofa. Þér verður kalt að standa í blautu.“ Drengirnir löbbuðu inn göngin, með glaðar endurminningar frá veiðiförinni. ..Þetta hefir verið skemmtilegur dag- ur,“ sagði Hörður. ...Tá, bað segirðu satt,“ sagði Kári. .,0g fagur dagur," mælti Bragi. Ólafur Þ Ingvarsson. Vitleifsholts-parti. Rakarinn: Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þú ert svona óhreinn um hendurnar? Lærlingurinn: Það hefir enginn af viðskiptavinunum fengið sér höfuðbað. Draumurinn rættist. Það var sunnudaginn 3. apríl, er ég var að ljúka fjósverkunum, að ég fékk þann innblástur að fara á skíðum til að hitta skólasystkini mín og kunningja. Ég spurði húsbændur mína að því, hvort ég mætti fara, og var það sjálf- sagt og velkomið að ég mætti það. Ég fór að búa mig í snatri og borðaði morg unverð áður en ég fór. Tók ég nú skíð- in og fór að búa mig af stað, en á meðan ég er að setja á mig skíðin, þá kemur til mín sonur hjónanna, sem ég er hjá. og segir mér draum, sem hann hafði dreymt um nóttina og var hann svona: „Mig dreymdi í nótt,“ sagði hann, „að þú komst framan með f jalli og þótti mér þú halda á skíðunum undir hendinni, og annað vera brotið aftan við rniðju". Hann bað mig að fara varlega, og gæta þess að brjóta ekki skíðin. — Ég lofaði öllu góðu um það og fór af stað í ferðalagið. En þegar ég var kominn dálítið frá túninu, kemur bíll á eftir mér, en ég varð svo feiminn, að ég var rétt lagstur niður, en það er nú ekki skíðamanna vani, að leggjast niður þó að bíll bruni framhjá. En þetta lagaðist fljótt og hélt ég ferðinni áfram eins og ekkert hefði ískorist, því að kappið var svo mikið að komast á áfangastaðinn. Svo gekk ferðin vel og slvsalaust alla leið. Þegar ég var kominn heim undiv áfangastaðinn, sá ég tvo krakka, sem voru að moka snjó ofan af læk fyrir gæsirnar. Ég hitti þau og heilsuðumst við vinalega. Þau buðu mér inn í bæ og þáði ég góðgerðir. Að því búnu fórum við fiórir saman út á skíði og renndum okkur o" stukkum hver í kapp við annan. — Nú

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.