Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 75 Kuðungurinn. Við sátum niðri í f jöru, hann Siggi og ég, því skrítin er fjaran og skemmtileg. Krepptan í fjörunni kuðung ég sá. „Hvaðan ertu?“ spurði ég. „Hafinu frá“. frá því hvernig strákarnir fiska við bryggjurnar. Dísa er hætt að leika sér að kögglum, leggjum og hornum, því að Dóri kom með brúðu, sem hann gaf henni. Það var falleg brúða. Dísa kallar hana Helgu fögru. Helga hefir blá augu og ljóst, lið- að hár. Alltaf er hún brosandi. Dísa. saumaði á hana fínan kjól. En þegar Helga fagra var komin í nýja kjólinn, varð hún montin og heimtufrek, og vildi fyrir hvern mun komast til útlanda. Dóri átti bíl og bát, sem hann kom með frá Reykjavík. Dísa kallaði til Dóra.: „Helga fagra vill fara til útlanda. Viltu gera svo vel að aka henni niður að höfn í bílnum þínum?“ „Ég get það“, sagði Dóri, „en það er ekki nóg, eða á hún að synda yfir sjóinn?“ „Nei, nei, svaraði Dísa. „Hún fer auðvitað á skipi! Ég er búin að kaupa henni farseðil“. „Báran þessi tók mig og bar mig á land“. Hann benti út á sjóinn, hálfgrafinn í s'and. „Skelin mín er brotin“, bætti hann við, beygði sig og spurði: „Hverjir eruð þið?“ Vita skaltu svarið: „Við erum menn“, önsuðum við báðir, við Siggi, í senn. Kuðungurinn fölnaði og kipptist í hnút, því fiskurinn hans hékk hálfur út. „Eitt sinn var ég lítill“, ansaði hann, „þá sagði hún mamma, sjáirðu mann-------- -----úti er um líf þitt, auminginn minn, þá fer hann í beitu, fiskurinn þinn'. „Mennirnir eru góðir“, mælti ég þá — og tók hann upp í lófann til iað sjá — Ég tók hann milli fingranna og fleygði honum út í sjó. Ég vildi að þú vissir hve hátt hann hló. — Hafliði M. Sæmundsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.