Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 18
UNGA ÍSLAND U Ekki þreyttur. Lítill hnokki komst að því einn morg- un í skólanum, að eldri börnin áttu að fá að fara í gönguför langt upp á hæstu fjöllin þar í kringum skólann. Iiann dauðlangaði með og spurði því kennar- ann, hvort hann mætti ekki vera með. Kennarinn sagði honum, að hann yrði dauðþreyttur áður en hann væri kom- inn hálfa leið. En hann grátbændi kennarann um að lofa sér með, því að hann yrði ekkert þreyttur. Loksins fékk hann leyfi til að fara. Hann var sprækastur allra krakk- anna lengi vel, en ekki leið á löngu áður en hann fór að dragast aftur úr, en al- drei vildi hann kannast við það. Sein- ustu tvo kílómetrana var hann hvað eftir annað að dragast aftur úr, og að endingu gafst hann alveg upp. „Nei, ég er ekki þreyttur,“ sagði hann, „það er þó sannarlega satt, nei, ég er ekki þreyttur, en ef ég gæti tekið fæturna mína og haldið á þeim undir höndunum dálitla stund, þá væri það al- veg ágætt, því fæturnir eru svo voða þungir.“ Gunnsteinn, 14 ára. Svör við þjálfun huga og handar á bls. 73. I. 80, II. 28. III. 3000 ?; nei, rétta svar- ið er 2100. IV. 31 sokk?; nei, stúlkan þurfti ekki að taka fleiri en 3 sokka með sér niður, því litirnir á sokkunum voru aðeins tveir, og þá hlutu tveir sokkar af þremur að vera eins. — Svör við V. (felunafnavísunum) koma í næsta blaði. UNGA ÍSLAND Eign Rauöa Kross íslands. Kemur út í 16 síðu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftið er vandað jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. Verð blaðsins er aðeins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaðsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: ArngHrnur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. Afgreiðslu og innheimtu blaðsins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 16—17 (Mjólkurfélagshúsið). Skrif- stofutími kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. Prentað í ísafoldarprentsmiðju.___ Norskur herragarðseigandi hafði verið tvö ár erlendis. Þegar hann kom til landsins aftur tók einn af húskörl- um hans á móti honum á járnbrautar- stöðinni. „Er ekki allt í lagi og við góða líðan heima, Jón minn?“ „Jú, þakka yður fyrir, herra, það líður vel heima, nema hvað gamli hundurinn hann Neró er dauður?“ „Hvað — er hann dauður?“ „Já, ójá — hann drukknaði, þegar flóðið hljóp á gripahúsið og drekkti öll- um hestunum og kúnum“. „Hvað segir þú, fórust allir gripirn- ir í vatnsflóði?" „Já, ójá, það var þarna rétt eftir að landareignin var boðin upp“. „Landareignin boðin upp! — Hefir landareignin verið boðin upp? — Ertu vitlaus ?“ „Já, ójá, frúin lét bjóða hana upp, áður en hún fór með liðsforingjanum“. „Konan mín — með liðsforingjanum — hvað ertu að segja?“ „Já, ójá, hún fór með liðsforingjan- um burt um nóttina, þegar íbúðarhúsið brann, og hefir ekki sést síðan“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.