Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 6
UNGA ÍSLAND n færum 5—6 vikur og öll voru þau enn sem ný. Hver skófla og hver haki hafði sitt númer, og þannig vann hver með sínu verkfæri og gsetti þess og hirti það. Þeir sýndu mér viðfangsefni sín. — Stéttirnar, er þeir höfðu lagt, hleðsl- urnar og uppfyllingarnar fyrir framan húsin og skíðabrautina suður í fjall- inu. Er ég virti þessi handaverk drengj- anna fyrir mér, veittu þeir því athygli, og gleðin skein úr augum þeirra. Ég fann, að þeir hugsuðu hver um sig, eitthvað á þessa leið: ,,Þessa steina lagði ég í hleðsluna. Þeir liggja þarna hlið við hlið, og mín- ir steinar fara þarna jafn vel og hverj- ir aðrir“. Þannig munu þeir nema landið, þessir ungu menn, og hver leggja af mörkum sinn skerf í hleðsluna. Ef vinnubrögð þeirra í framtíðinni, verða með sömu ágætum, og verk þeirra á Kolviðarhóli, verður landnám nútíðar æskumanna, bæði mikið og fagurt. Eftir að við höfðum skoðað verk vinnuskólans, gengum við til stofu. Þar söfnuðust allir nemendurnir saman með skólastjóra og kennurum, og svo fóru þeir að syngja. Að endingu sungu þeir sinn eigin söng, sem skáldið Jakob Smári hafði ort til skólans undir laginu: Öxar við ána. En hann er þannig: Mætumst vér heilir morguns í ljósi, mannanna bíður hið óunna starf. Verum ei veilir, vinnum, svo hrósi verkið oss göfugt, sem framkvæma þarf. Upp, upp, aldrei skal slaka! Upp, upp, hér skal vinna vel! Allir eitt að verki — orkuviljinn sterki hiti nú vort hugarþel. Vinnum með prýði — verksins skal njóta vorið sem kemur — hin óborna þjóð.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.