Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 95 STBFÁN JÓNSSON: VINIR VORSINS. Framhald. IX. Jörðin logar, en Sigga og Skúli Bjart- mar brenna þó ekki. Það er svo sem ekki mikið sem mað- ur stækkar á einum degi, þó að maður sé sex eða átta ára. Samt er maður óðar en varir vaxinn upp úr buxunum sínum og blússan, sem var nógu stór í vor, er of lítil í haust. En um leið og maður stækkar eldist maður líka, svo að það er spurning, hvort þetta borgar sig. Jú, Skúli Bjartmar og Bensi vildu umfram allt eldast og verða stórir. Það var ekki laust við stærilætishreim í rödd Bensa: — í haust 12. október verð ég átta ára. Þá ætlar mamma og frænka að hafa pönnukökur og ég má bjóða ykk- ur. Þau höfðu verið á berjamó, en ber- in voru lítil. Þau höfðu sprottið illa þetta sumar, eins og grasið, en þó hafðN. sumarið sjálft verið þurkasámt og gott. Það kemur annars ekki þessari sögu Styrkir í stríði stöndum, því móta starfið skal líf vort með heilagri glóð. Fram, fram, fósturjörð vinnum! Fram, fram, ræktum nú vorn hug! Allir eitt að verki — orkuviljinn sterki kveiki í oss dáð og dug. við. Þið verðið að lesa um það annars- staðar. Þannig hafði hann þá boðið þeim í sína eigin veislu. Svo líður tíminn og afmælisdagurinn kemur. Þarna voru þá orsakir þess, að nú sátu þau heima hjá Bensa, öll þrjú, og drukku kaffi og súkkulaði, borðuðu pönnukökur, jólakökur og kleinur. Jæja, hvað sem því líður, þá sátu þau nú þarna og Sigga hafði nóg að gera: Hugsa um að Skúli litli borðaði ekki of mikið eða of ókurteislega, ataði ekki út sína nýju blússu og segði „Takk fyrir“, þegar það átti við. En Skúli var lyst- ugur hnokki með feitar kinnar og svo átti hann dálítinn maga, sem vildi hafa sitt. Fánnst, að það góða við afmælis- veislur væri maturinn. — Ég vil meiri pönnukökur, sagði hann, þegar hann horfði á eftir þeirri síðustu af diskinum upp í munninn á Bensa, sjálfum veitandanum. Sigga roðnaði yfir ókurteisi hans. — Blessaður kúturinn, þú skalt fá meiri pönnukökur, þó það nú væri, sagði Hildur gamla og dæsti, því að nú var henni svo heitt. Síðan hætti kaffidrykkjan af sjálfu sér, þegar allir voru saddir og gátu ekki borðað meira. Það er reyndar ekkert gaman stundum að verða fljótt saddur, þegar mikið er enn eftir á borðinu af góðum mat. Þarna lágu t. d. nokkrar pönnukökur eftir á diskinum, svona líka fallegar, sívalar, uppvafðar og dísætar pönnukökur. Skúli gaf þeim ósköp vin- gjarnlegt auga í laumi. En, nei, við skulum ekki tala um það, það sá það enginn. Þarna lágu nú pönnukökurnar samt. Síðan þökkuðu þau hæversklega fyrir sig. Sigga fyrst, Skúli svo. Þegar

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.