Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 8
96 UNGA ISLAND komið var að Holti þurfti ætíð að þakka svo mörg-um. Hildi gömlu, Geirlaugu húsfreyju og svo manninum hennar, Sighvati. Núna þurftu þau þó fyrst og fremst að þakka Bensa. Jæja, þetta gekk nú allt vel.Ef til vill finnst ykk- ur þetta ekkert í frásögur færandi, en þó skal ég segja ykkur það, að eftir þessum degi muna þau alltaf, Sigga og Skúli Bjartmar. Vegna hvers? Ekki var það þó svo merkilegt að vera boðin í afmælisveislu og fá að leika sér í Holti fram undir rökkur. Nei, ekki það, en það varð þó til þess, að þetta kvöld voru þau á leið heim til sín, og þannig varð veislan orsök þess, að þau voru tvö ein á ferð, en ekki á heimili sínu, þegar dá- lítið hræðilegt kom fyrir. Þau höfðu lagt af stað, eftir að hafa kvatt þær Geirlaugu og Hildi og enn á ný þakkað fyrir sig. Bensi fylgdi þeim austur að fjárhúsunum. Þar var Sig- hvatur og tveir vinnumenn hans. Þeir voru að troða í gættir húsanna, því að bráðum var vetrarins von. Þau kvöddu þá þarna og einnig Bensa, sem nú fór ekki lengra. Þau gengu niður með húsagilinu og stefndu á götuna, sem liggur þarna eft- ir hinum grasigrónu eyrum milli bæj- anna. Þau höfðu oft farið þessa leið og aldrei neitt verið sögulegt við það. Leið- in sjálf er stundarfjórðungsgangur. Veðrið var gott, sólfar hafði verið um daginn, en nú var sólin sest fyrir stuttri stundu. Eyrarnar meðfram ánni voru búnar að taka á sig bleikan blæ haustsins, grasið fölnað í næturfrost- unum, túnin orðin bitin af hestum og kúm og víða búið að bera á þau; niður árinnar búinn að fá í sig annan tón. Dalurinn allur hafði fölt yfirbragð haustloftsins, grasrótin byrjuð að losna og glúpna, listaskraut sumarblómanna horfið, söngurinn dáinn. — Hvenær kemur aftur vor? Það var Skúli Bjartmar sem spurði. IJún svaraði honum óhugsað, eins og beinast lá við; út í bláinn. — Þegar haustið er liðið og svo vet- urinn, þá kemur aftur vor. Hann staulaðist á eftir henni í þröng- um götuskorningunum, stuttstígur og eitthvað ekki fyllilega ánægður með sjálfan sig og haustið. — Leiddu mig, sagði hann. — Ilvað, ertu svona latur núna? Hún leit um öxl, beið í spori og rétti honum höndina. Hann leit á móti, dá- lítið upp fyrir sig. Hún var stærri. Svo brostu þau bæði og leiddust af stað þegjandi. — Ég vil heldur vor, sagði hann, en það er víst svo langt þangað til það kemur. — Þú getur nú stundum verið ó- þekkur á vorin líka, minnsta kosti þeg- ar þú ætlar að leggjast út og þýtur upp á fjöll, sagði hún stríðin. Hann svaraði þessu ekki. Hann var ekki í skapi til að þræta neitt í dag. Hann var saddur og vildi enga erfið- leika. — Því getur ekki alltaf verið vor og sumar? Því þarf endilega að koma vet- ur? — Ó, Skúli, það er ég viss um, að það spyr enginn eins bjánalega og þú. Það er ómögulegt að svara svona spurning- um. Þetta er bara svona. Nei, hann nennti ekki neitt að þræta. Nei, því nennti hann ekki í dag. Hann sagði bara afar meinleysislega: — Ég er viss um að það er af ein-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.