Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 101 Góð og gagnleg bók. Nýlega barst mér í hendur bók eft- ri dr. Símon Jóh. Ágústsson, er heitir: Leikir og leikföng. Þegar ég hafði les- ið bókina, léði ég hana kunningja mínum, sem er mesti barnakarl, og hefir stundum haft mig með í ráðum, þegar hann þurfti að kaupa eitthvað handa krökkunum sínum. Þessi kunn- ingi minn kom aftur með bókina eftir 2 daga og þakkaði mjer mjög vel fyr- ir lánið á henni. Sagðist hann vera bú- inn að lesa bókina tvisvar og nú væri hann búinn að kaupa hana, því að hún skyldi framvegis vera ráðgjafi sinn og leiðbeinandi um val á þeim leikföng um, er hann þyrfti að sjá fyrir. í þessari bók dr. Símonar er fróð- leikur — hverjum manni skiljanlegur — sem ætti að geta orðið til þess, að fólkið gerði sér frekar far um að skilja börnin. Það mundi svo leiða til þess, að litið yrði öðrum augum á óþægð þeirra en alment gerist. Þá mun og óhætt að fullyrða, að með því að fara eftir ráð- um bókarinnar, mundi hinni ófull- nægðu starfsþörf barnanna, sem oft kemur fram í óþægð og prakkaraskap, verða beint inn á hollari brautir, öllum hiutaðeigendum til heilla og ánægju. Það er ekki nóg að lesa þessa bók einu sinni. Fólk, sem á eða hefir umsjón með ungum börnum, þarf að eiga hana og leita þar ráða. Bókin getur verið einskonar hjálp í viðlögum. Vandað hefir verið til bókarinnar, bæði að efni og frágangi. í henni eru 30 myndir, sem skýra ágætlega það efni, sem höfundurinn tekur til með- ferðar. Ég er viss um það, að með því að fylgja leiðbeiningum bókarinnar um val og kaup á leikföngum, þá sparast á svipstundu verð bókarinnar og börnin fá leikföng, sem þau geta unað lengi við. Helgi Elíasson. virtist láta meðaumkun sína í ljósi. Hundurinn tók nú að sér að lækna sjúklinginn. Hann sleikti hálsinn á kisu í sífellu, en hún sneri höfðinu þannig, að gera honum aðstöðuna hægari. Þetta lét hundurinn ganga með hvíldum, í nálega sólarhring. Að lokum fann hann eitthvað hart snerta tunguna. Hann reyndi að ná í það með tönnunum, og honum tókst það að lok- um. Hann rykkti út nálinni, sem hafði stungist þarna út um hálsinn á kisu. Á- horfandi að þessari lækningaaðferð tók nú við, og dróg spottann út úr háls- Ég sá eitt sinn hest, með fleiður á baki, velta sér upp úr moldarflagi. Við þetta komst mold ofan í sárið. Hélt ég að hún mundi tefja fyrir að sárið greri. En svo varð ekki. Hestur- inn varð albata á fáum dögum, jafn- vel þó að hér væri aðeins um ,,hrossa- lækning" að ræða. Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna, sem benda á að sum dýr, að minnsta kosti, virðast bera skyn á lækningar, og reyna sjálf að hjálpa sér og af- kvæmi sínu til að bæta úr neyð sinni og sársauka. mum. G. D.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.