Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 103 Þrír vinir. Þýtt Mart. Magnússon. Frh. Niels stóð á fætur. Hann var lítið eitt órólegur, en skildi, að hann hafði verið í mikilli hættu, og að hjarðsveinn- inn hafði bjargað honum. Hann þakk- aði honum innilega fyrir, og hinir báðu hann afsökunar. — Þeir höfðu ekki skil- ið, hvað um var að vera. „Nú er best, að þú komir heim til mömmu og fáir bindi um fótinn“, sagði hjarðdrengurinn. „Annars getur hlaup- ið illt í það ennþá“. Hann stikaði svo af stað í fararbroddi með þessa þrjá útlendinga á hælunum, og það var að- eins stuttur spölur heim til hans. Hann skýrði mömmu sinni í fám orð- um frá öllu saman. Og þótt hún liti hálf skrítnu augaj til þessara einkennilegu ferðalanga, var hún strax reiðubúin til að hjálpa þeim. Hún athugaði sárið vandlega og hristi höfuðið efablandin. Sárið var rautt og þrútið, og hún hélt, að það væri enn eftir eitur í því. „Þú verður víst að ná í móður Abels, svo að hún geti lesið yfir sárinu", sagði hún við drenginn. „Það er víst hið eina, sem hægt er að gera“. Móðir Abels var tatarakerling, sem las yfir sárum. Hún viðhafði bæði bæn- ir og særingar. Og þótt hún hefði mjög slæmt orð á sér og væri illa séð, leitaði þessi fáfróði, hjátrúarfulli landslýður þó ávallt til hennar, er á reyndi. Konan skýrði nú drengjunum hvað í húfi var. En þegar hún heyrði, að tat- arakonan bjó hálfa mílu vegar burtu, og að það myndi taka einn, tvo tíma að ná í hana, urðu þeir órólegir og vildu halda af stað. Þeir urðu, hvað sem það kostaði, að komast til Fladstrand fyrir kvöldið, en það væri ómögulegt, ef þeir tefðust í fleiri tíma. Þar að auki skildu þeir ekki, hvaða þýðingu það hafði að lesa yfir sárinu. En konan hélt áfram að tala um fyrir þeim og sagði þeim með mörgum há- tíðlegum fullyrðingum, að um lífið væri að tefla, og að þessi tatarakona væri gædd alveg sérstaklega miklum yfir- náttúrulegum hæfileikum — og létu þeir þá tilleiðast að bíða. Hjarðdrengurinn var svo sendur af stað, en konan fór að þvo sárið, bera á það smyrsli og binda um það. Síðan skipaði hún Níels að vera rólegum og stíga ekki í fótinn. Tíminn var ávallt lengi að líða, þeim sem bíður, og þannig var það einnig, hvað snertir okkar þrjá litlu vini, og hugrekki þeirra hafði beðið slæman hnekki við þennan atburð. — En seint og síðar meir kom þó drengurinn með tatarakerlinguna. Því verður ekki neitað, að vinir okk- ar urðu blátt áfram býsna smeykir, er þeir sáu móður Abels. Hún var eldgöm- ul, með stórt, bogið nef, innfallnar kinn- ar og súkkulaði brúna húð með ótal hrukkum og fellingum. Auk þess var hún svo bogin, að hún myndaði næstum rétt horn, og hún studdi sig við kvist- óttan lurk. Þegar umbúðirnar voru teknar af Nielsi var sárið varla sjáanlegt. Aðeins örlítill, óljós depill sýndi farið eftir tönn höggormsins — og hann fann ekk- ert til. Hann var sjálfur alveg viss um, að hann væri úr allri hættu, og honum bauð svo við því, er kerlingin snerti við honum, að hann var að því kominn

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.