Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 20
108 UNGA ÍSLAND Orðsending til útsölumanna Ú. í. Útsölumenn blaðsins, er enn eiga eft- ir að greiða blaðið, eru vinsamlega beðnir að gera skilagrein það allra fyrsta. Þareð fjöldi einsstakra kaupenda eiga enn ógreidda 32.—33.árg.blaðsins, eru þeir vinsamlegast beðnir að gera skila- grein eins fljótt og auðið er. Afgreiðsla blaðsins vill vekja athygli á því, að kvittanir til einstakra kaupenda út um land, er ekki hægt að senda, í þess stað geta menn nú og framvegis séð kvittun innan á kápusíðu blaðsins. Sendið and- virði blaðsins eingöngu í póstávísun, en ekki í vanalegum bréfum, það er bæði öruggast og ódýrast. Munið! Aðeins skilvísir kaupendur fá „Almanak Skólabarna" um næstu ára- mót. Sumarkvöld. Sumarkvöldið ríkir yfir öllu fjær og nær, og aftangeislar signa gróinn völlinn. Blómin úti á túninu svæfir sunnanblær, sólin er að hverfa bak við fjöllin. 1 A hólmum úti á tjörn, eiga ótal fuglar bú, þar álftapabbi til sín heyra lætur. Og aldrei verður fjörðurinn fegurri en nú, í faðmi hinnar björtu sumamætur. Nú fagna fuglar allir, og allt er kyrrt og rótt, iðgræn lilíð er búin sumarskrauti. Og þýði sunnanbiærinn, hann boðar góða nótt, og bjartan sumardag úr hennar skauti. BöSvar Guðlaugsson, Borðeyri, Hrútafirði UNGA ISLAND Eign RauíSa Kross íslands. Kemur út í 16 síöu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftiö er vandatS jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. Vert5 blatSsins er at5eins kr. 2,50 árgr. Gjaldda&i blat5sins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrimur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. Afgreiðslu og: innheimtu blaðsins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergd 16—17 (Mjólkurfélagshúsið). Skrif- stofutími kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. ______Prentað í ísafoldarprentsmiðju.____ SMÆLKI Blað nokkurt sagði frá því nýlega, að ungur maður, sem hafði verið blind- ur frá barnæsku, hafði fengið sjónina skömmu eftir að hann gekk í hjóna- band. Annað blað, sem endurprentar fregnina, bætir við: Það er vissulega ekki í fyrsta skipti, sem hjónabandið opnar augu manna. ★ Samúel hafði loksins stunið upp bón- orðinu. Þegar hann hafði létt á hjarta sínu, segir hún: Heldurðu, að þú getir elskað mig, þegar ég verð gömul og ljót? Samúel svaraði undir eins af miklum ástmóð: Þú verður auðvitað eldri en þú ert, en þú verður aldrei Ijótari. ★ Hún (eftir ósamlyndiskast) : Kann- ske þú viljir fá hringinn þinn aftur, Einar? Hann: Nei. Honum getur þú gjarn- an haldið. Ég þekki ekki einn einasta kvenmann, sem gæti notað hann ■—• ekki einu sinni á þumalfingurinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.