Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 5
VNGA ÍSLAND 1É7 aldrei dáið. Jafnvel þótt dauðinn sé daglegur gestur hjá þeim. Alíakóngur: Sú sögn er til, eða spá- dómur, en þó þori ég naumast að segja þér frá því, því verið getur, að það séu blekkingar, en því hefir verið spáð, að fari álfamær úr Ljósálfalandi þang- að og fórni allri sinni hamingju og dýrð fyrir svartálfana, líði allar þær þjáningar, sem þeir líða og deyi að lokum vonlaus í veikri trú á sigur, þá muni allt verða vordýrð vafið og vet- ur. svartálfa að sumardýrð. En líklegt ei, að þetta geti enginn, heldur fari það eins og hjá álfameyjunni forðum. Því sú, sem þetta gerir, verður að geta varðveitt ljósálfssál í svartálfslíkama, en það mun fáum takast. Fegurð, hrein- leiki, ást og sannleikur Ijósálfssálarinn- ar verður að breiða vorið yfir ljótleik og hatur og lygi svartálfaheims. Álfdís: Þetta vil ég gera. Góði kon- ungur leyfðu mér það. Ég vil gefa allt — allt, til þess að fara og fá að hjúkra svartálfinum særða, með fegurð næt- urinnar í djúpum augunum. Ég vil fara og kenna þeim að elska, kenna þeim að þrá friðinn, finna sannleikann og sjá íegurðina, kenna þeim að leita dýrð- arinnar í sínum eigin augum, sem breyti nóttinni í dag, sorginni í sælu og dauðanum í líf. Álfakóngur: Þetta get ég ekki leyft. En sé trú þín á þinn eiginn mátt og sigur ljóssins nógu sterk, get ég ekki bannað þér að' fara. En mundu það, að þegar þú kemur inn í rökkur ríkið, þá gleymir þú hérveru þinni. Aðeins innst í sál þinni óma hjartaslög óljósra minn- inga, og aðeins í draumum getur þú verið hér. Sál þín verður að viðkvæm- um streng, sem sorg og þjáningar, söknuður og dauði, fegurð og angur- blíða leika lög sín á. Þú munnt ótt- ast dauðann, sem eitt hið þyngsta böl. Það gera allir svartálfar. Efinn mun nísta sál þína. Vonbrigðin munu stinga hjarta þitt, jafnvel álfurinn þinn særði. með augun, sem þú elskar, mun bregð- ast þér, þrátt fyrir allar þínar fórnir. En mitt síðasta ráð er: Trúðu, trúðu á fegurð og góðleik í sálum svartálf- anna, hversu vondir, sem þeir virðast. Trúðu, að fegurstu draumarnir þínir rætist. Trúðu á sigur vorsins yfir vetri myrkurs og kulda, án þess ertu glöt- uð og týnir sál þinni og fegurð út í myrkrið. Álfdís: (Stendur upp og tekur í hönd kóngsins.) Hjartans þakkir, göfugi kon- ungur. Ég er svo glöð; en þó svo hrygg. Nú verð ég að kveðja allt, sem ég ann. Ekkert má ég hafa með mér, nema sál mína, bros mín og augu. Álfakóngur: Nei, ekkert annað, og bænir okkar allra um að allt gangi vel. Vertu sæl. (IJann fer). (Álfarnir koma inn. Þeir ganga í röð og krjúpa fram fyrir Álfdísi). Álfdís: (Syngur.) Lag: Mustalinen eða „Til eru fræ“. Eg kveð nú, vinir, vorsins draumalönd. Vonarbáran skolar mér a‘S strönd, þar sem allt er eilíft stríð og böl, engin hönd er mýki sorg og kvöl. En ég vil kveðja allt það sem ég á. í mér logar brennheit fórnarþrá. Eg vil gefa sól og söngva þeim, sem þar búa í myrkum þagnarheim. Ég vil græða lífsins logasár,, láta bros mín þerra sérhvert tár. Ég vil sætta ljúfri líknarmund, lýsa og verma hverja dagsins stund. (Álfarnir standa upp. Alfiður setur

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.