Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 12
UNGA ÍSLAND ÍSU STEFÁN JÓNSSON: VINIR VORSINS. Framhald. Skúli Bjartmar varð hálfsmeykur við þessa sögu, en vildi ekk: láta á því bera. — Gátu þeir stangað þig? spurði hann. — Mig, nei, ég bara fer, sko, á bak á þá og held mér í ullina, þá geta þeir ekkert, en maður þarf að vera fljótur og snar að átta sig, ef þetta á að takast. — Já, ég hlýt að geta þetta eins og þú, þó að ég sé yngri, sagði Skúli Rjartmar. — Það getur verið að þú getir það, en svo er nú líka betra að vara sig á fullu körlunum, sem alltaf eru í rétt- unum. Þeir eru svo sem ekki mikið betri en hrútarnir. Þeir vaða kannske að manni og slá mann í andlitið með svipunni sinni. Þó að maður sé al- saklaus. Það er eins og þeir séu reiðir við alla. — Af hverju eru þeir reiðir? spurði Skúli. — Þeir eru bara reiðir. Fullir menn eru alltaf reiðir. Hefurðu aldrei séð fullan mann? sagði Bensi. — Jú, það hefi ég séð. Fullir menn eru ljótir. Ég ætla aldrei að vera full- ur maður, þó að ég verði stór, sagði Skúli Bjártmar. — Það skal ég aldrei heldur, sagði Bensi, því að fullir menn eru bara aum- ingiar og stundum fara þeir að gráta. eins og lítill krakki. sem hefir meitt sig, en þó hafa þeir ekkert meitt sig kannske. Rara orðið fullir af því að þeir héldu að það væri gaman, en svo var það ekkert gaman, og þá verða þeir ýmist reiðir eða fara að gráta. Nú kom Gvendur smali og samtal drengjanna varð ekki lengra. — Halló, þarna eruð þið þá, fuglarnir. sagði harm og var óþarflega hávær. — Þið eruð nú meiri labbakútarnir. Og heyrðu, þarna þú, Bensi, eða hvað þú heitir. Þú ættir held ég að flýta þér að ná í Holtshrossin. Þau eru á leiðinni upp á fjall. Bensi sá að þetta mundi vera satt, og hraðaði sér á brott. — Hlauptu nú, þangað til blár log- inn stendur aftur úr bossanum á þér, kallaði Gvendur á eftir honum, en Bensi lét sem hann heyrði það ekki. Það sem eftir var dagsins barst Skúli Bjartmar á milli logandi eftirvænting- ar og brennandi ótta út af því, hvernig þessi ferð mundi fara. Um nóttina gat hann ekki sofið. — Ilann lá og bylti sér á alla vegu í rúm- inu og hlustaði á hvernig regnið var tekið að falla á rúður gluggans. — Guð minn góður, skyldi ég þá ekki fá að fara? Elsku, góði guð, lof- aðu mér að fara og láttu ekki rigna, andvarpaði hann inn á milli rekkjuvoð- anna. En það rigndi nú samt. Vitið þið hvað það er að langa til að sofna, en geta það ekki, liggja þann- ið heila nótt án þess að koma dúr á auga? Nei, ég vona að þið vitið það ekki. En ég get þá sagt ykkur það, að það er hræðilegt, alveg voðalegt. — Hvenær ætlaði þessi nótt að taka enda? Skúli læddist ofan úr rúmi sínu og út að glugganum. Já, það var rigning úti og náttmyrkur. — Hryggur í huga læddist hann á tánum upp í ból sitt á ný, en pabbi og mamma sváfu og vissu ekki neitt, hve rnikið drengurinn þeirra

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.