Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 135 tók út af hinni spennandi eftirvænt- ingu. Nú var um að gera að sofa Nei, sofið gat hann ekki. Síðan las hann faðirvorið sitt til enda og síðan aftur: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helg- ist þitt nafn. Verði þinn vilji.. . . Nei, fyrst átti að vera tilkomi þitt ríki.... Og loksins, loksins fór að birta. En það birti ósköp hægt og seinlega. Eins og ekkert lægi á, að þessi dagur kæmi. Skúli heyrði að það var hætt að rigna úti og að lokum fór pabbi hans að klæða sig, og er hann sá að Skúli var vakandi, sagði hann: — Þú skalt bara sofa lengur, Skúli minn, þér liggur ekkert á strax. Við förurn bara núna við Gvendur, en svo ætlar hún Sigga systir þín að koma seinna og Gunnsa víst líka. Þú kemur með þeim. Skúli gat ekkert sagt, svo hissa varð hann. Hann átti þá að vera með kerl- ingunum. Hann, karlmaðurinn! Hvílíkt himinhrópandi ranglæti! Nei, hann gat víst ekkert sagt, úr því að það var pabbi, sem ákvað þetta. En það var þf eftir allt hætt að rigna og hann átti að fá að fara. Svo grúfði hann sig nið- ur í ból sitt af þægð og morguninn drattaðist áfram. Skúli Bjartmar sagði það engum, að hann hefði vakað heila nótt, það var eitthvað við það, sem honum þótti óviðfeldið. Já, það var best að segja engum frá því. Kýrnar voru mjólkaðar og síðan borðaður morgunverður og þá loksins, loksins fóru þær að sýna á sér farar- snið, Gunnsa og Sigga. Skúli Bjart- mar átti að fá að sitja á sínum upp- áhalds gæðingi, rauðskjóttum að lit. Hnakkurinn var «rátt gæi’uskinn ov ístöðin snærisspottar. Honum þótti þetta ágætis hnakkur og sjálfur var maðurinn afar fínn. Hann var klæddur í dökkbláa blússu með teygju í mittið, rautt bindi hafði hann, og röndóttar buxur, sem náðu niður á hnén og það voru þrír gylltir hnappar á hvorri skálm ofan við hnén. Þessar buxur höfðu tvo vasa, þar sem hafa mátti höndurnar svona í viðlögum. Svo var liann í svörtum sokkurn með íslenska skó á fótum. — Sjalcían liafði honum fundist tilveran jafn tilkomumikil og iífið jafn dásamlegt og í þetta sinn. — Verst var aðeins það, ef Bensi hefði nú fengið að fara strax um morgun- inn. Svo var þá lagt af stað og lítið sögulegt kom fyrir á leiðinni. Gunnsa reið Bleik sinni og var nú í mjög léttu skapi. En Sigga sat á mömmu-Jarp og undi sér vel. Það voru víða pollar á götum, vegna undanfarandi regns, en nú var sólskin og ágætis veður. Hon- um þótti dálítið gaman að láta Skjóna hlaupa yfir pollana svo að gusurnar skvettust hátt upp í loft. Fyrir þetta fékk hann ákúrur hjá Gunnsu og Siggu, þó að þær gætu auðvitað tæp- lega varist brosi. Þær sögðu þó ekki: Mikið agalegt svín geturðu verið, strák- ur. Þá var það enn ekki komið í móð að segja svoleiðis. Þær sögðu bara: — Mikill bannsettur ódámur get- urðu verið, strákur, þú forar mann all- an út! Segir nú ekki af ferð þeirra fyrr en ti'l réttarinnar kemur. Hvílíkur ósegjanlegur urmull af fólki og fé! Framhald.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.