Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 16
 UNGA ÍSLAND LESKAFLAR FYRIR LITLU BÖRNIN ÆFINTÝBI HELUU FOGRU. (])ísa átti brúiiu, sem hún kallaði Helgu fögru. Helga fór í siglingu á tjörn lijá bænum. Skipinu hlekktist á, og það var ekki komið að landi, þegar Dísa fór að hátta. Hún var að hugsa um brúðuna, þangað til hún sofnaði, og um nóttina dreymdi hana, að Helga væri fín og fögur stúlka á stóru skipi. Skipið strandaði á skeri, fólkið yfirgaf skipið, en Helga varð eft- ir). Skipið sökk ekki, eins ög menn höfðu búist við. Það stóð kyrrt á skerinu. Helga fagra raknaði ekki við, fyr en kominn var dagur. Hún staulaðist þá á fætur og gekk upp á þilfar. Hún var völt á fótunum, því að henni var ilt í höfðinu, og skipið hallaðist líka svo mikið, að erfitt var að fóta sig. Helga varð hrædd, þegar hún sá engan og kallaði eins hátt og hún gat: „Halló, halló. Er hér enginn maður?“ Þá sá hún gaml- an mann með mikið skegg. Hann kom til hennar, rétti henni hönd- ina og heilsaði henni alúðlega. „Hvað heitir þú, stúlka mín?“ spurði hann. „Ég heiti Helga“, svaraði hún. „Þú munt vera Helga fagra“, sagði hann. „Sumir kalla mig það“, svaraði hún, „en hvað heitir þú?“ „Ég heiti Skeggi“, sagði hann, „og nú skulum við fara og hitta Smið vin minn. Við erum svo heppinn, að hann varð eftir á skipinu eins og við. Hann ætlar að smíða fleka, sem við get- um siglt á til lands“. Helga botnaði ekkert í neinu og spurði óðamála: „Hvar er allt fólkið? Hvers vegna hallast skip- ið? Hvers vegna þarf að smíða fleka?“ Skeggi skýrði þetta fyrir henni, á meðan þau voru á leiðinni til Smiðs. Hún varð mjög hrædd, þegar hún vissi hvernig komið var en reyndi að bera sig vel. Smiður var að gyrða tunnu. Þeg- ar það var búið, fékk Helga nóg að gera. Fyrst sótti hún vatn og fyllti tunnuna. Síðan safnaði hún

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.