Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 4
UNGA ÍSLAND U2 alltaf að nýju hinn undursamlega at- burð gerast: Guð, sem í kærleika sínum stigur ofan til mannanna til þess að „lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans og til að beina fótum vorum á friðarveg“. Á himni næturljósin Ijóma svo Ijúft og stillt og rótt og unaðsraddir engla hljóma þar uppi um helga nótt. Ó, hvað mun dýrðin himins þýða? og hvað mun syngja englaraustin blíða? JJm dýrð guðs föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð. Það er þetta sem jólin eiga að minna okkur á, mig og þig, sem ennþá ert barn. Og það á að fylla okkur fögnuði og gleði, sem leitast við að verða öðrum Ijós. breiða yl og kærleika til annara manna, svo að einnig þeim verði jólin gleðileg. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, óska ykkur að þið megið 'eignast jóla- fögnuðinn, sem falinn er í því að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut, og að ykkur megi takast að veita öðrum gleði með því að vera góð og ástúðleg börn. Gleðileg jól! Sigurður Einarsson. JÓL í FJÓSINU. Eftir JOHAN BOJER. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Það var dimmt og hlýtt í hjáleigu- fjósinu1). Munnarnir smjöttuðu í óða önn á jólaheyinu. Þar voru tvær kýr, lítill og loðinn hestur inni við glugg- ann, fimm ær, eitt lamb, einn hrútur, fáein hænsni og smágrís, sem aldrei gat þagað og aldrfverið kyrr. „Ef þú heldur þér ekki saman, svo að við fáum matfrið, þá hoppa ég bráð- um yfir milligerðina til þín“, sagði gamli hrúturinn við grísinn og ygldi sig um leið. Síðan stakk hann höfðinu niður í trogið eftir meira heyi og tuggði og tuggði, eins og hann ætti lífið að leysa. Og ærnar stóðu hringinn í kring um trogið, stungu höfðinu niður í heyið, ýttu því til og hristu það og tuggðu hver í kapp við aðra. En úti á flórnum var gamla mamma á rölti á milli kúnna og kindanna. Hún hafði margs að gæta og margt að at- huga. I kvöld hafð i hún gefið kúnum eintómt hey, en engan hálm. Hestur- inn fékk fullan stallinn af höfrum, hænsnin fengu deig, en ekki skemmdar kartöflur. Dýrin áttu ekki síður að fá jólamat en fólkið. Það verður engum til góðs að gleyma því. Þá koma vanhöld og óþrif í fénaðinn á næsta ári. Loksins hafði gamla mamma lokið verkum sínum, og tók hún þá skjóluna sína og fór. En úti í göngunum snéri hún við, opnaði dyrnar aftur, leit inn 1) Á smábæjum í Noregi er þaö algengt að hafa allar skepnur í sama húsij og er það kall- að fjós. — Þýð.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.