Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND US í fjósið og bauð gleðileg jól. Því næst fór hún út. Þar blasti við endalaus snjóbreiðan og stjörnubjartur himinn. „Gaman þætti mér að vita, hvað gamla mamma hefir í kvöldskattinn í kvöld“, sagði ein ærin og leit upp frá átinu stundarkorn. Allar skepnurnar í fjósinu kölluðu húsmóðurina gömlu mömmu, af því að úr hennar hendi fengu þær allt, sem þær þurítu til lífs- ins. „Hún hefir auðvitað alveg sílgræna töðu,“ sagði litla lambið. Það stóð við trogið og þóttist vera að tyggja hey eins og hinir, þó að það kæmi ekki niður einu einasta strái. Og svo fékk það svo vondan hnerra, að nærri lá, að það kollsteyptist. Heylyktin var allt of sterk fyrir nefið á litla greyinu. „Ónei, ég hugsa nú heldur, að hún hafi saxaðar kartöflur“, sagði ein ærin. „Það er það besta, sem til er. Og á hverju hausti eru einstöku kindur, sem fá eins mikið af því og þær vilja, — áður en þær eru teknar og bornar út. Ég hefi sjálf bragðað á þessu góðgæti, reyndar varð ég að stelast að troginu til þess að ná í það“. „Og ég hugsa nú samt, að hún gæði sér á því, sem er enn þá betra“, sagði hesturinn og lyfti um leið höfðinu upp úr stallinum. „Það er til matur, sem heitir flatbrauð; ég hefi einstöku sinn- um fengið réttan bita af því, hjá telp- unni, þegar ég hefi getað laumast að eldhúsdyrunum og stungið höfðinu inn í dyrnar“. Nú görguðu hænsnin. Þau voru sest upp á prikið sitt yfir glugganum og létu stélið lafa og störðu út í myrkr- ið eins og þau væru þungt hugsandi. Og nú sagði haninn, sem hafði orð fyrir þeim: „Ef ég væri í hennar spor- um, þá skyldi ég hafa hafradeig og mjólk út á. Það er svo gott, að hani gæti jafnvel farið að verpa, ef hann fengi nóg af því“. Gamla kýrin með bjölluna stóð kyrr og tugði og tugði í sífellu. Alltaf öðru hvoru tvísteig hún með afturfótunum. Loksins var hún orðin södd. Þá jórtr- aði hún ofurlitla stund, síðan hringaði hún sig á básnum, til þess að geta klórað sér með tönnunum aftur á möl- unum. Að því loknu leit hún yfir beisl- una til hinnar kýrinnar og sagði: „Mundu nú eftir því, dóttir sæl, að leggjast á hina hliðina í kvöld. Á jóla- nóttina snúa kýrnar sér alltaf við a móti Kyndilmessu. Það er gamall og góður siður“. Og síðan seig hún sjálf niður á bás- inn, beygði höfuðið aftur á bak, lét aftur augun og jórtraði. „Hafið þið nú ekki hátt, börnin góð“, sagði hún litlu seinna. „Nú vil ég hafa næði, það

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.