Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 6
ÚNGA ÍSLAND i-i-í er ekki svo fátt, sem ég þarf að hugsa um“. Litlu síðar var hún farin að hrjóta og dæsti þungan í svefninum. „Æi, bannsettur ónotasúgur er þetta alltaf hérna“, sagði hesturinn og hnipr- aði sig saman upp í liorn á básnum. „Gamla mamma hefir gleymt að troða í gluggann, og súgurinn fer alveg í gegn um mig“. Hann var orðinn svo gigtveikur í fótunum, og nú skalf hann og hóstaði. Kindurnar höfðu tæmt trogið sitt, og nú blésu þær mæðinni og horfðu jórtr- andi út í myrkrið. Litla lambið var á þönum um alla króna, háfætt og tindil- fætt, og lét öllum illum látum. Þó að það væri ekki gamalt, hafði það vit á að egna þá, sem eldri voru. Sérstak- lega var hrútnum uppsigað við það, þegar það kom til hans og þóttist ætla að sjúga hann. Og oftar en einu sinni var hann þá svo harðleikinn við það, að það hrökklaðist út í horn. „Hvað eruð þið nú að tala um?“ sagði grísinn og steig með framlöppunum upp í milligerðina. Mér heyrist þið vera að segja eitthvað þarna inni í kinda- krónni, en ég heyri svo ansi illa“. „Við erum ekkert að segja“, sagði hrúturinn, „en ég skal samt fræða þig á því, að um næstu jól verður þú orð- inn stórt svín, og þá verður komið með snæri og bundið um trýnið á þér, og svo verður þú dreginn út“. „Verð ég dreginn út?“ spurði grís- inn og snéri trýninu í áttina til hrúts- ins. „Mér finnst nú fara fullvel um mig hérna, ekki síst síðan ég fékk mó- mylsnuna til þess að busla í. Af hverju á að draga mig út ? Og hvað á að gera við mig úti?“ „Þú finnur það nú líklega, þegar þar að kemur“, sagði hrúturinn. „En eftir því, sem ég hefi heyrt, þá verður þér tæplega klórað á bak við eyrun í það skiptið, og ekki býst ég við, að þú fáir góðgerðir. Og ekki þykir mér sennilegt, að við fáum þá ánægju, að sjá þig koma inn aftur eftir það“. „Hvað er það, sem þið kallið úti?“ spurði litla lambið. Það var fætt inni í krónni og vissi fátt, en var ákaflega forvitið. „Úti“, sagði hrúturinn, „það er gríð- arlega stór kró, mörgum sinnum stærri en þessi hérna. Og það er heitt á sumr- in, haglendi og skógar og grængresi og smali með hafurshorn í hendinni, til þess að gæta okkar fyrir varginum. En stundum hefi ég nú samt laumast burt frá smalanum ineð einhverri vinkonu minni, svo að við gætum verið út af fyrir okkur í fáeina daga, Það er ekki svo hættulegt, ef þess er gætt vand- lega, að horfa alltaf upp í vindinn, til þess að vera við öllu búinn“. Allt þetta var fyrir ofan skilning litla lambsins. En hesturinn bætti við: „Þetta gerum við hestarnir líka. Þegar ég var folald og fylgdi mömmu minni uppi á fjöllum, þá vorum við oft mörg liross saman í hóp. 0g mamma mín var með bjöllu. Það voru aðrir og betri dagar en nú. Á næturnar lágum við saman í einum hnapp. Við mamma lág- um í miðjunni, og sterkustu hestarnir lágu utan með. En alltaf stóð einn á verði og liorfði upp í vindinn. Og þeg- ar hann var orðinn þreyttur, reis ann- ar upp og tók við af honum. Einu sinni kom líka björninn, en tveir stórir og sterkir skaflajárnaðir hestar tóku á móti honum. Ég stóð undir kverkinni á mömmu minni á meðan. Mér er sem ég sjái það enn. Ég hefði ógjarrtan viljað vera í sporum bjarnarins, ég er hrædd-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.