Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 14
15É UNGA ÍSLAND athygli, án þess að trufla hann. En við þessi síðustu orð varð hún hrædd og undrandi. En pabbi þinn er þó lifandi, stamaði hún — og mamma þín er ekki gift föð- urbróður þínum. Nú varð hann ákaflega hneykslaður. Hvarnig gat hún misskilið hann svo hræðilega? En svo varð hann einnig argur yfir því, að hann fann að hans fjölskyldulíf var næsta ólíkt og Ham- lets. Hann reyndi nú þrátt fyrir það, að skýra þetta enn nánar fyrir henni. — Þetta með foreldra Iiamlets er alveg óvenjulegt, sagði hann. — Við höfum aðeins líkar tilfinningar og líkt skapferli. Ef lík forlög ættu fyrir mér að liggja og Hamlet, þá mundi ég breyta nákvæmlega eins og hann gerði. Svona ljósa og einfalda skýringu hlaut hún að skilja! — Ójá, sagði hún, og boraði um leið hælunínn niður í grassvörðinn. — En segðu mér, hvað gerðirðu annars? Hvað ég gerði? spurði hann ákafur. — Já, hvort notaðirðu kosinus eða sinus? Nú missti hann alveg stjórn á sjálf- urn sér. Honum sortnaði fyrir augum, en þó sá hann, lítið,- fölt andlit, mitt í sortanum. Það var hennar, og fyrr en varði hafði hann lyft höndinni og sleg- ið það. Veikt hljóð og ekkaþrunginn grátur vöktu hann til meðvitundar um það, hvar hann var staddur og hvað hann hafði gert. Hann þaut burtu eins og kólfi væri skotið. Það var orðið kol- dimmt. Hann vissi ekki hvert hann fór. Hann rankaði við sér uppi á akri, sem nýlega hafði verið plægður. Skórnir lians urðu nú fullir af mold. Lóksins áttaði hann sig þó. Moldarlyktin og kvöldkyrrðin höfðu sefandi áhrif á nann. Hann lá vakandi mikinn hluta næt- urinnar og gat ekki skilið hvernig það hefði atvikast. — Jú, hann hafði áreið- anlega slegið hana í andlitið. Það var hræðilegt. Hann gat aðeins bætt fyrir það á einn veg: Það var að biðja hana fyrirgefningar og fullvissa hana um, hversu vænt honum þætti um hana. — En það hefði hann nú einmitt ætlað sér að gera um kvöldið, þó að svona hefði tekist til. Þegar hann hafði yfirvegað þetta nógu rækilega, sofnaði hann furðu ró- legur, og svaf vært það, sem eftir var nætur. Næsta morgun var hann kominn í skólann á undan henni. Hann sat og beið eftir því, að hún kæmi og hneigði sig í áttina til hans, eins og venja hennar var. — En í dag hneigði hún sig ekki. — Jú, auðvitað hneigði hún sig, og masaði við allt og alla, en lést ekki sjá hann. Nú gekk hún til eins drengjanna, og sýndi honum reikningsbókina sína, og eins og svipuhögg dundu nú á honum orðin „kosinus" og „sinus“. Hann leit niður í skólatöskuna sína, en þá vantaði þar reikningsbókina; hann hafði hvorki reiknað dæmin né lesið undir aðra tíma fyrir daginn ? dag. Þarna stóðu þau enn. Það var ekki ein báran stök. Nú þurfti hún einmitt að velja einhvern besta vin hans, til þess að hjálpa sér. Er fyrsta r kennslustundin var liðin, reyndi hann að fá færi á að tala við hana, en hún komst ávallt undan og lét sem hún yrði hans ekki vör, held-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.