Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.12.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 153 ur hló og masaði, einmitt enn á ný við vin hans og félaga. Nú féll honum allur ketill í eld. — Hann stóð og hugsaði um nýútsprung- inn blómhnapp heima í garðinum. Hann var svo undarlega líkur litlum telpu- munni, og einmitt fallega, netta, kringl- ótta munninum hennar. I næsta tíma skeði það. Hún og hann höfðu verið að pískra saman, og svo skellihlógu þau. í sömu andránni bættust fleiri í hópinn, heill hópur af drengjum og telpum pískruðu og hlógu, þar til ein skerandi rödd kvað upp úr: — Hamlet, hrópaði hún. Hann horfði inn í hópinn og reyndi að gera sér grein fyrir hver hafði hrópað. Hann dró krepptar hendurnar með hægð upp úr buxnavösunum. — Hamlet, var hrópað á ný, og nú hélt hann sig þekkia röddina. — — Hamlet, Hamlet! hrópuðu þau hvert í kapp við annað. Hann fann, að hann var alveg að láta yfirbugast. Orðin hrutu fram af vörum hans, er hann mælti við sjálfan sig: — Þú ert svikinn og hæddur, fyrst af henni og síðan af vini þínum og fé- laga. * Hann dró sig í hlé það sem eftir var af frítímanum. — Nú vissi hann, hvað beið hans. En rólegur og öruggur skyldi hann taka því, sem að höndum bæri. Þau skvldu ekkí sjá honum bregða, og með höndurnar í vösunum gekk hann enn á ný kærulevsislega út á leiksvæð- ið í síðnstu frímínúturnar. Enn fóru bau að grenja í kringum hann: .JTamlet, Hamlet, grenjuðu þau, sum laás og önnur skrækróma. Nokkrar mínútur máttu þau hrópa, — þetta hlaut að taka enda. En storm- inn lægði ekki. En svo náði hann sér allt í einu. — Einhver þægindatilfinning gagntók hann, og hugsun hans var glögg og skýr þegar í stað. Það var líkast því, sem hann stæði á bersvæði í hagléli. Hamlet! tautaði hann fyrir munni sér. — Já, nú er komið eins fyrir þér og Hamlet forðum. Nú ert það þú, sem ert svikinn, og stendur einn andspænis öllum hinum. En þetta er fólk, sem ekkert veit og ekkert skilur. Það tek- ur því ekki að tala við það, það tekur ekki sönsum. Hlæðu bara að þeim. Hlæðu að þeim, Hamlet! Svo stóð hann þarna og byrjaði að hlægja framan í allan hópinn. Hann varð var við sömu þægindatil- finninguna og áður, og stvrkur hans óx eftir því, sem hann hló lengur. En þá kom nokkuð fyrir. Allir krakk- arnir hættu að hrópa að hoiium. Þau gátu ómögulega skilið, að hverju hann hló, og þegar hann enn hélt áfram að hlæja, sló dauðaþögn á allan hópinn. Þegar skólinn var búinn, gekk hann af stað heim. Hann gekk rólegur út á götuna. Hann fann, að bekkiarsvst- kini hans beindu til hans heimskulegu og mænandi augnaráði, en hann lét sem hann sæi það ekki. Hann mundi að- eins eftir einu: — Hvernig hún hafði allt í einu lokað munninum, eins og beg- ar fallegi blómknúpnurinn í garðinum heima, lokaði sér, þegar sólin var að ganga til viðar. í rökkrinu gekk hnnn niður í garð- inn. Hann fann ofurlítið prik á gras- fletinum og tók það í hönd sér.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.